Jarðskjálfti með stærðina 3,9 á Reykjanesi

Í kvöld klukkan 19:50 varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti virðist ekki vera tengdur neinni eldfjallavirkni í Krýsuvík. Hérna virðist eingöngu um að ræða jarðskjálfta sem tengist hreyfingu á jarðskorpunni á þessu svæði. Í kjölfarið á stærsta jarðskjálftum hafa komið fram minni eftirskjálftar, sá stærsti af þeim var með stærðina 1,6 en aðrir hafa verið minni. Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 fannst í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar.

160203_2215
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi en virðist hvorki vera stór eða öflug. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að það muni breytast, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um hegðun jarðskjálftahrina.

Stutt stöðuyfirlit á Bárðarbungu (vika 05/2016)

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu heldur hægt og rólega að aukast þessa vikuna eins og síðustu vikur. Þó virðist sem að síðustu viku hafi verið aðeins minni virkni í Bárðarbungu heldur en undanfarið, hugsanlegt er þó að virknin sé farin að aukast aftur. Það hefur orðið örlítil breyting á virkninni í öskju Báraðrbungu og er það frekar mikilvæg breyting, þar sem þetta bendir til þess kvikan í Bárðarbungu hafi fundið veikan blett í suðurhluta öskjurnar. Fjarlægðin milli þessara veiku bletta í suðurhluta öskjurnar er ekki mikil, minnst 800 metrar til 2 km. Þessir veiku blettir geta hinsvegar ekki gosið ef að kvikan hefur ekki nægan þrýsting til þess að brjóta sér leið þar upp.

160202_1705
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Græna stjarnan er þar sem veikur blettur er í jarðskorpunni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær (02-Febrúar-2016) kom fram merki á SIL stöðvum nálgæt Bárðarbungu. Það er ekki vitað hvað ölli þessu merki en þetta virðist ekki vera bilun í SIL kerfi Veðurstofunnar, þar sem þetta merki sást yfir talsvert stórt svæði á Íslandi. Ég hef verið að athuga hvort að ég sjái bilun hjá Veðurstofunni en það virðist ekki hafa verið raunin. Hvað þetta merki þýðir er ekki þekkt og hvað veldur þessu merki er einnig óljóst og það er ekki vitað hvað veldur þessi merki.

dyn.svd.03.02.2016.at.00.42.utc
Merkið á SIL stöðvunum nærri Bárðarbungu. Það hófst þann 02-Febrúar-2016 um klukkan 00:00 og varði til klukkan rúmlega 05:00. Það er ekki vitað hvað veldur þessu merki. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 3,0 og varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu og varð í nýlegum veikum blett í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Báðir af veiku blettunum í öskju Bárðarbungu hafa haft jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu undanfarna viku og í síðustu viku. Síðan þessi atburðarrás hófst í Bárðarbungu þá hefur verið jarðskjálftavirkni um alla öskju Bárðarbungu. Í Ágúst-2014 þá lak norð-austur hluti öskju Bárðarbungu örlítilli viku og olli það smá eldgosi (aðrir hlutir öskju Bárðarbungu láku einnig kviku) og bjó það til sigkatla á því svæði. Ég leitaði að myndum af þessum sigkötlum en fann ekki neinar myndir.

Það virðist sem að kvikuþrýstingur sé að aukast hraðar í Bárðarbungu en ég bjóst upphaflega við. Hvað veldur þessu er ekki ljóst, hugsanlegt er að eitthvað hafi breyst í sjálfri Bárðarbungu eða í djúkerfinu undir eldstöðinni. Það er ekki hægt að vita hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu en miðað við söguna þá er mögulegt að næsta eldgos verði á tímabilinu næstu 1 til 10 ár, sé horft til sögunar í þessum málum. Þetta er aðeins raunin þegar eldgosahrinur ganga yfir Bárðarbungu eins og er að gerast núna.