Jarðskjálfti með stærðina 3,9 á Reykjanesi

Í kvöld klukkan 19:50 varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti virðist ekki vera tengdur neinni eldfjallavirkni í Krýsuvík. Hérna virðist eingöngu um að ræða jarðskjálfta sem tengist hreyfingu á jarðskorpunni á þessu svæði. Í kjölfarið á stærsta jarðskjálftum hafa komið fram minni eftirskjálftar, sá stærsti af þeim var með stærðina 1,6 en aðrir hafa verið minni. Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 fannst í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar.

160203_2215
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi en virðist hvorki vera stór eða öflug. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að það muni breytast, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um hegðun jarðskjálftahrina.