Þessi grein verður notuð í dag til þess að skrifa uppfærslur um stöðu mála í þeirri atburðarrás sem er hafin í Kötlu. Ef að stórt eldgos verður í Kötlu þá mun ég skrifa nýja grein sérstaklega um þann atburð.
Yfirlit yfir virknina í Kötlu í nótt og dag
Það virðist sem að í nótt hafi orðið smágos í Kötlu (þetta er eingöngu mín skoðun). Ég miða hérna við þann óróapúls sem kom fram í nótt í Kötlu eftir miðnætti. Upptakasvæði þessa smágoss virðist vera í norð-vestur hluta Kötlu öskjunnar, nálægt þeim stað þar sem jarðskjálfti með stærðina 3,0 átti sér stað klukkan 00:48. Óróinn sem er að koma fram núna er mjög óstöðugur og sveiflast mjög mikið en er hinsvegar ennþá fyrir ofan bakgrunnshávaða (rok, öldugang). Þegar þessi grein er skrifuð virðist vera sem að núverandi órói stafi af því að vatn sé á ferðinni undir Mýrdalsjökli frekar en að kvika sé að gjósa þar núna. Það er líklegt að flóð verði í jökulám sem koma frá Mýrdalsjökli (líklega Múlakvísl).
Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróinn í Kötlu klukkan 12:09 í dag í Austmannsbungu. Þarna sést augljóslega litla eldgosið sem varð og óróann sem það bjó til. Þarna sést einnig núverandi óróapúls. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróinn í Austmannsbungu klukkan 13:04 í dag. Þarna sést hvernig óróinn hefur þróast frá því um hádegið. Hærri tíðnir eru í gangi og það bendir til þess að um sé að ræða vatn frekar en kviku sem veldur þessum óróa. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróinn eins og hann kom fram í Goðabungu í dag klukkan 12:09. Þarna sést vel litla eldgosið sem varð í nótt. Óróinn sem stafar af flóðvatninu er hinsvegar miklu minni á Goðabungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróinn eins og hann kemur fram á Rjúpnafelli við Mýrdalsjökull. Smágosið sést mjög vel en óróinn vegna flóðvatnsins er mun minni eins og stendur. Þessi SIL stöð er í meiri fjarlægð frá Kötlu heldur en hinar tvær SIL stöðvanar. Það veldur því að óróinn sést aðeins minna á þessari SIL stöð en hinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Viðvörunarstig Kötlu hefur verið fært yfir á gult stig. Það er hægt að horfa á Múlakvísl og jökulflóðið hérna á vefsíðu Rúv. Núverandi jökulflóð er að minnka þessa stundina en það kann bara að vera tímabundið ef meira vatn er á leiðinni undan jöklinum. Leiðni hefur einnig farið minnkandi síðustu klukkutíma í Múlakvísl.
Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum í dag (29-Júlí-2017).