Jökulhlaupi frá Mýrdalsjökli (Kötlu) lokið

Veðurstofa Íslands hefur tilkynnt að jökulflóði frá Mýrdalsjökli sem fór í Múlakvísl er núna lokið. Engir jarðskjálftar hafa mælst í Kötlu síðustu 12 klukkutímana og leiðni í Múlakvísl hefur einnig farið niður á eðlilegt stig.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Litakóði fyrir Kötlu er ennþá gulur og verður ekki breytt fyrr en einhverntímann í næstu viku. Þó svo að þessu jökulflóði sé lokið þá getur virkni tekið sig upp aftur í Kötlu án mikillar viðvörunar. Þessa stundina er hinsvegar rólegt í Kötlu og ekkert jökulflóð í gangi.