Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í dag (30-Júní-2017)

Í dag (30-Júní-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina varð í norð-austur hluta Bárðarbungu þar sem mesta virknin hefur verið síðan í September-2015. Þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst í Bárðarbungu. Afhverju þarna er jarðskjálftavirkni að eiga sér stað er óljóst.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálfti þessar jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,6 en næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 og síðan kom jarðskjálfti með stærðina 3,1. Allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina virðist vera búin í bili en klukkan 22:29 kom fram nýr jarðskjálfti með stærðina 2,7 (eða 2,8).

Jarðskjálfti í Norðursjó (milli Skotlands og Noregs)

Í dag varð jarðskjálfti með stærðina 4,8 (upplýsingar EMSC) í Norðursjó. Þetta er fyrsti jarðskjálftinn sem ég mæli svona nálægt þeim stað þar sem ég á heima í Danmörku. Þessi jarðskjálfti fannst í Skotlandi og í Hjaltlandseyjum. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Noregi en næsta þorp við þennan jarðskjálfta er aðeins í 195 km fjarlægð.


Jarðskjálftinn í Norðursjó eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Bov í Danmörku. Fjarlægðin er 644 km. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.

Kröftug jarðskjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg (26-Júní-2017)

Aðfaranótt 26-Júní-2017 byrjað kröftug jarðskjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg norður af Kolbeinsey. Minnsta fjarlægð frá landi er í kringum 355 km norður af Siglufirði. Vegna þessar miklu fjarlægðar þá er mjög erfitt fyrir SIL mælanet Veðurstofunnar að fylgjast með framgangi þessar jarðskjálftahrinu og mæla alla þá jarðskjálfta sem koma fram. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina mb4,4 (upplýsingar EMSC) en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hafa verið minni. Það hafa samt komið fram 20 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 að stærð í þessari jarðskjálftahrinu. Þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi, þá munu þessar upplýsingar úreldast fljótlega.


Jarðskjálftavirknin á Kolbeinseyjarhrygg er í kringum svæðið þar sem grænu stjörnurnar eru. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá hvort að þarna hafi átt sér stað eldgos, vegna fjarlægðar og dýpi sjávars á þessu svæði er nærri því vonlaust að komast að því og vegna fjarlægðar þá er ekki víst að SIL mælanet Veðurstofu Íslands muni skrá nokkurn gosóróa og þar sem dýpi sjávar er í kringum 2 – 3 km þá er ekki líklegt að nein merki um eldgos muni sjást á yfirborði sjávar. Þessa stundina virðist vera lægð í jarðskjálftum á þessu svæði en það er bara eins og það kemur fram á mælaneti Veðurstofunnar þessa stundina, vegna fjarlægðar þá mælast ekki minni jarðskjálftar sem verða á þessu svæði. Það er einnig möguleiki á því að þarna sé bara um hefðbundna jarðskjálftavirkni þar sem þetta er rekdalur og í þeim verða oft kröftugar jarðskjálftahrinur án þess að eldgos verði en það er alltaf möguleiki á því að kvikuinnskot eða eldgos sé einnig að eiga sér stað.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þörf verður á því.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu – Stöðuuppfærsla 2

Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í Kötlu í dag. Það er óljóst og ekki hægt að segja til um það hvort að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er mín skoðun að hættan á eldgosi sé mjög mikil þessa stundina og hugsanlega sé stutt í eldgos (spurning um klukkutíma). Það er hinsvegar afstaða yfirvalda að bíða aðeins með slíkar yfirlýsingar eins og staðan er núna.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 3,4 og var með dýpið 0,1 km. Í gær varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 og það varð jarðskjálfti undan þeim jarðskjálfta, sá hafði stærðina 1,9 og var með dýpið 14,4 km. Þetta dýpi bendir sterklega til þess að ný kvika sé að troða sér upp í eldstöðina og valda þessum jarðskjálftum. Vegna þess þá reikna ég með frekari jarðskjálftavirkni á næstu klukkutímum. Þessi breyting sýnir sig þannig að þeir jarðskjálftar sem hafa orðið hafa allir mismunandi dýpi frá því sem áður var, mesta dýpi sem hefur mælst var 15,5 km og það minnsta 0,1 km.

Það virðist sem að það séu tímabil mikillar virkni og síðan tímabil lítillar eða ekki neinnar virkni í Kötlu þessa stundina og vara þessi mismunandi tímabil í nokkra klukkutíma eins og staðan er núna. Hinsvegar virðist tímabilið milli jarðskjálftahrina sé að verða styttra. Ég veit ekki afhverju það er að eiga sér stað. Hinsvegar bendir þetta til þess að Katla sem eldstöð er að verða mun óstöðugri eftir því sem tíminn líður og þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram. Þessa stundina veit ég ekki ennþá hvort að þessi jarðskjálftavirkni er sú sama og árið 2016, þegar mikil jarðskjálftavirkni hófst en hætti síðan eftir nokkra mánuði. Nokkrar SIL stöðvar eru að sýna aðeins hærri tón á 2 – 4Hz bandinu ég veit ekki afhverju það stafar. Eins og staðan er núna þá er allt rólegt í Kötlu, hinsvegar reikna ég með að ástandið breytist án nokkurs fyrirvara í Kötlu. Hvort að eitthvað meira gerist á eftir að koma í ljós en hættan á slíku er mikil þessa stundina.

Uppfærsla 1

Nýtt dýptarmet hefur verið sett í þessari jarðskjálftahrinu sem hefur verið í Kötlu síðustu daga. Nýtt dýptarmet er 25,0 km og er í staðinn fyrir 15,5 km dýpi sem var áður. Á þessu dýpi er það eingöngu kvika sem veldur jarðskjálftum en ekki hefðbundnar jarðskorpuhreyfingar. Þar sem Ísland er ekki á flekamótum þar sem annar jarðflekinn fer undir annan, þá er takmarkað hvað getur valdið djúpum jarðskjálftum. Á þessum stað og á þessu dýpi er það kvika sem veldur þessum jarðskjálftum og ekkert annað kemur til greina. Á síðustu klukkutímum hafa bara þrír jarðskjálftar komið fram í Kötlu og á þessari stundu er allt rólegt.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu þessa stundina. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er margt sem bendir til þess að hérna sé um að ræða virkni sem er langt frá því að vera lokið. Í Ágúst-2016 komu einnig fram svona rólegaheita tímabil í þeirri jarðskjálftahrinu sem þá varð. Ég veit ekki afhverju svona rólegheita tímabil koma fram í Kötlu í jarðskjálftahrinum.

Ég mun uppfæra þessa grein í dag (21-Júní-2017) eftir því sem aðstæður krefjast ef eitthvað meira gerist.

Grein uppfærð klukkan 21:15. Nýjum upplýsingum bætt við.

Vökvi (fluid) ástæða langtíma jarðskjálftahrinu norð-austan við Flatey á Skjálfanda, Tjörnesbrotabeltinu

Í Mars-2017 hófst jarðskjálftahrina norð-austan við Flatey á Skjálfanda. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram í þessari hrinu mældist með stærðina 2,5 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Í heildina hafa um 800 jarðskjálftar mælst síðan í Mars-2017.


Jarðskjálftavirknin fyrir norð-austan Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru tvö misgengi að verki hérna, annað vísar næstum því beint norður og er lóðrétt. Hitt er í stefnuna NV-SV og er með stefnuna 145 gráður austur og er með horn stefnuna 60 til 70 gráður. Dýpið er í kringum 10,5 km til 11,5 km. Síðan jarðskjálftavirknin hófst í Mars þá hefur jarðskjálftavirknin aðeins færst norður og grynnst.


NV-SV misgengið þar sem jarðskjálftahrinan er norð-austur af Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Misgengið sem vísar norður og er nærri því lóðrétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þær vísbendingar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu eru þær að hérna sé um að ræða jarðskjálftahrinu sem stafar af einhverjum vökva sem er að troða sér upp í jarðskorpuna á þessu svæði. Hvernig vökva er um að ræða er ekki hægt að vita. Á þessu svæði eru engin þekkt eldfjöll og þarna hafa aldrei verið skráð eldgos. Hvaða vökva er um að ræða þá er að mínu áliti ekki um að ræða marga möguleika, þarna gæti verið um kviku að ræða en einnig er hugsanlegt að um sé að ræða vatn undir þrýstingi sem sé að troða sér upp jarðskorpuna.


Jarðskjálftavirknin norð-austur af Flatey á Skjálfanda síðan í Mars-2017 til Júní-2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Snögg aukning í jarðskjálftavirkni í Kötlu – Stöðugrein 1

Í kvöld hefur verið snögg aukning í jarðskjálftavirkni í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 3,6 en ég er ekki viss um stærðir annara jarðskjálfta þessa stundina. Ég mun uppfæra þessa grein um leið og stærðir þessara jarðskjálfta eru komnar á hreint. Núverandi ástand virðist vera minna stöðugt en það sem kemur fram hjá Veðurstofunni núna í kvöld á vefsíðu þeirra.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óróaplott Veðurstofunnar hafa ekki að fullu uppfærst og því hef ég þær upplýsingar ekki eins og stendur. Óróaplottinn uppfærast eingöngu á 30 mínútu fresti og það þýðir að ég hef ekki fengið inn öll óróagögnin eins og stendur. Ég mun uppfæra þessa grein um leið og ég hef þau gögn ef þarf.

Þegar þessi grein er skrifuð er ekkert eldgos hafið í Kötlu. Það gæti þó breyst án nokkurs fyrirvara.

Ég mun uppfæra þessa grein eða skrifa nýja grein eftir því sem staða mála þróast.

Uppfærsla 1

Það hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu klukkutímana. Þessi jarðskjálftahrina sem varð núna er önnur jarðskjálftahrinan á tveim dögum en sú fyrri varð þann 19-Júní-2017. Ekkert óvenjulegt kemur fram á óróaplottum Veðurstofu Íslands þessa stundina.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu klukkan 21:35. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,6 í Kötlu. Þessi mynd er síuð á 1Hz vegna hávaða frá vindinum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Seinni jarðskjálftinn sem kom fram í Kötlu. Þetta er mjög langur jarðskjálfti eins og sést á þessu plotti og það sést þegar þetta hættir. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Á þessari stundu er mikið hvassviðri á suðurlandi sem gerir það erfitt að fylgjast með og mæla jarðskjálftavirkni í Kötlu á þessari stundu á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Mikill vind og sjávarhávaði kemur fram á mælinum vegna veðurs.

Greinin var uppfærð klukkan 21:55.

Jarðskjálftahrina í Kötlu (18-Júní-2017)

Í dag (18-Júní-2017) varð jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2 og tveir næst stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,8. Dýpið var mælt 0,0 km sem er undir villumörkum Veðurstofu Íslands sem er 300 metrar (upp/niður).


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er nærri því að vera í beina norður-suður átt. Þessa stundina hefur dregið aftur úr jarðskjálftavirkni í Kötlu og engin önnur virkni er að eiga sér stað þessa stundina í Kötlu. Ég veit ekki ennþá hvort að þessi jarðskjálftavirkni er hluti af venjulegri sumarvirkni eða hvort að eitthvað meira sé að gerast í Kötlu. Það mun eingöngu koma í ljós með tímanum hvort er raunin.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (13-Júní-2017)

Í dag (13-Júní-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 2,6 í Öræfajökli. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í Öræfajökli í talsvert langan tíma og venjulega er ekki nein jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það bendir til þess að eitthvað sé í gangi í eldstöðinni ef virknin fer ekki að róast aftur. Almennt er ekki mikil jarðskjálftavirkni í Öræfajökli eins og kemur fram í þessari rannsókn sem nær yfir jarðskjálfta á Íslandi árin 1994 til 2007.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli, sem er syðst í Vatnajökli.Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðfræðin á þessu svæði leyfir ekki mikla jarðskjálftavirkni vegna flekahreyfinga og það bendir til þess að jarðskjálftavirknin í Öræfajökli eigi uppruna sinna í kvikuhreyfingum innan í eldstöðinni. Á þessari stundu er jarðskjálftavirknin ekki nægjanlega mikil til þess að valda eldgosi. Hvort að þetta mun þróast þannig að á endanum verður eldgos í Öræfajökli á eftir að koma í ljós. Ef að kvika væri að brjóta sér leið upp á yfirborðið þá mundi það valda mun stærri jarðskjálftum en eru núna að koma fram.

Snögg aukning í jarðskjálftum í Tungnafellsjökli

Síðustu daga hefur verið snögg aukning í jarðskjálftum í Tungnafellsjökli. Þar sem ekki hefur orðið neitt eldgos í Tungnafellsjökli síðustu 12.000 árin þá er erfitt að segja til um það hvað er að gerast í eldstöðinni. Þó benda jarðskjálftarnir til þess að hérna sé um að ræða blandaða virkni og tengist því kvikuhreyfingum og síðan spennubreytingum í jarðskorpunni vegna Bárðarbungu. Þetta gerir það mjög flókið að ráða í það hvað er að gerst í Tungnafellsjökli að minnstakosti núna í augnablikinu.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli sem er staðsettur norðan við Bárðarbungu á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem er öðruvísi núna er þessi snögga aukning eftir langan tíma þar sem ekkert hefur verið að gerast í Tungnafellsjökli. Ef hægt er að miða við fyrri jarðskjálftavirkni í þessari eldstöð þá ætti þessi virkni bara að ganga yfir og hægt og rólega að draga úr henni og hefðbundin jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Tungnafellsjökli, hefðbundin jarðskjálftavirkni í þessu tilfelli er yfirleitt engin jarðskjálftavirkni. Ég held að ekkert hafi breyst í eldstöðinni sem slíkri en vegna skorts á gögnum þá er ekki hægt að vera viss um það sé raunin, á þessari stundu hef ég ekki nein sönnunargögn sem benda til einhvers annars. Þetta gæti þó breyst með tímanum, en skortur á eldgosum á sögulegum tíma gefur mikið rými fyrir ágiskanir um að hvað sé í gangi núna.

Vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (12-Júní-2017)

Í dag (12-Júní-2017) var vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin í dag er að mestu leiti ‘hefðbundin’ jarðskjálftavirkni sem hefur verið í gangi í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015. Það hefur verið örlítil aukning í litlum jarðskjálftum í Bárðarbungu undanfarna daga. Þessi aukning í smáskjálftum í Bárðarbungu kemur fram á sama tíma og auking verður í jarðskjálftum í Tungnafellsjökli (frekari upplýsingar um það er að finna í greininni um Tungnafellsjökul).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og Tungnafellsjökli. Græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn með stærðina 3,6 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að breytinga sé að vænta í Bárðarbungu, hinsvegar eru vísbendingar þess efnis í núverandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu um að eitthvað sé að breytast. Hvort að síðan eitthvað verður úr því á eftir að koma í ljós. Það er alveg möguleiki á því að það dragi aftur úr þessari jarðskjálftavirkni og að virknin fari aftur niður á hefðbundin bakgrunnsstig.

Jarðskjálftahrina vestur af Langjökli

Fyrir nokkrum vikum síðan byrjaði jarðskjálftahrina vestur af Langjökli. Sú jarðskjálftahrina hætti síðan en hefur núna tekið sig upp aftur á sama stað og það virðist sem að styrkur þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað sé að aukast. Fyrst þegar jarðskjálftahrinan varð, þá voru stærðir jarðskjálftana oftast í kringum 1,0 en eru núna oftast í kringum 2,0.


Jarðskjálftahrinan vestur af Langjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina hefur öll merki þess að hérna sé um að ræða innanflekajarðskjálftahrinu en staðsetning á þessari jarðskjálftarhinu gerir talsvert erfitt að meta hvort að það sé raunin. Þarna eru ekki merktar inn neinar sprungur sem bendir til þess að ekki hefur orðið stór jarðskjálftahrina á þessu svæði í mjög langan tíma.