Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (13-Júní-2017)

Í dag (13-Júní-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 2,6 í Öræfajökli. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í Öræfajökli í talsvert langan tíma og venjulega er ekki nein jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það bendir til þess að eitthvað sé í gangi í eldstöðinni ef virknin fer ekki að róast aftur. Almennt er ekki mikil jarðskjálftavirkni í Öræfajökli eins og kemur fram í þessari rannsókn sem nær yfir jarðskjálfta á Íslandi árin 1994 til 2007.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli, sem er syðst í Vatnajökli.Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðfræðin á þessu svæði leyfir ekki mikla jarðskjálftavirkni vegna flekahreyfinga og það bendir til þess að jarðskjálftavirknin í Öræfajökli eigi uppruna sinna í kvikuhreyfingum innan í eldstöðinni. Á þessari stundu er jarðskjálftavirknin ekki nægjanlega mikil til þess að valda eldgosi. Hvort að þetta mun þróast þannig að á endanum verður eldgos í Öræfajökli á eftir að koma í ljós. Ef að kvika væri að brjóta sér leið upp á yfirborðið þá mundi það valda mun stærri jarðskjálftum en eru núna að koma fram.

One Reply to “Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (13-Júní-2017)”

Lokað er fyrir athugasemdir.