Kröftug jarðskjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg (26-Júní-2017)

Aðfaranótt 26-Júní-2017 byrjað kröftug jarðskjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg norður af Kolbeinsey. Minnsta fjarlægð frá landi er í kringum 355 km norður af Siglufirði. Vegna þessar miklu fjarlægðar þá er mjög erfitt fyrir SIL mælanet Veðurstofunnar að fylgjast með framgangi þessar jarðskjálftahrinu og mæla alla þá jarðskjálfta sem koma fram. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina mb4,4 (upplýsingar EMSC) en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hafa verið minni. Það hafa samt komið fram 20 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 að stærð í þessari jarðskjálftahrinu. Þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi, þá munu þessar upplýsingar úreldast fljótlega.


Jarðskjálftavirknin á Kolbeinseyjarhrygg er í kringum svæðið þar sem grænu stjörnurnar eru. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá hvort að þarna hafi átt sér stað eldgos, vegna fjarlægðar og dýpi sjávars á þessu svæði er nærri því vonlaust að komast að því og vegna fjarlægðar þá er ekki víst að SIL mælanet Veðurstofu Íslands muni skrá nokkurn gosóróa og þar sem dýpi sjávar er í kringum 2 – 3 km þá er ekki líklegt að nein merki um eldgos muni sjást á yfirborði sjávar. Þessa stundina virðist vera lægð í jarðskjálftum á þessu svæði en það er bara eins og það kemur fram á mælaneti Veðurstofunnar þessa stundina, vegna fjarlægðar þá mælast ekki minni jarðskjálftar sem verða á þessu svæði. Það er einnig möguleiki á því að þarna sé bara um hefðbundna jarðskjálftavirkni þar sem þetta er rekdalur og í þeim verða oft kröftugar jarðskjálftahrinur án þess að eldgos verði en það er alltaf möguleiki á því að kvikuinnskot eða eldgos sé einnig að eiga sér stað.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þörf verður á því.