Jökulflóð hafið úr Mýrdalsjökli

Það var staðfest um klukkan 22:00 að jökulflóð væri hafið í Múlakvísl úr Mýrdalsjökli. Þessa stundina er þetta lítið jökulflóð. Á þessari stundu er eingöngu um að ræða lítið jökulflóð en það er ekki ljóst á þessari stundu hvort að þetta er eingöngu lítið jökulflóð eða flóð sem mun aukast eftir nokkra klukkutíma.

Samkvæmt fréttum þá er mjög sterk brennisteinslykt við Múlakvísl og þar sem hún rennur um. Almannavarnir hafa lokað ferðamannaslóðum og takmarkað umferð og ég mælist til þess að fólki fari eftir þeim leiðbeiningum, þar sem það stóreykur hættuna með því að vera nærri Kötlu ef það skyldi hefjast eldgos. Þar sem viðbragðstíminn verður styttri því nær sem fólk er við eldstöðina.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þess þarf.

Staðan á jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall á Reykjanesi

Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 26-Júlí-2017 við Fagradalsfjall á Reykjanesi heldur áfram nærri Fagradalsfjalli og hafa yfir 600 jarðskjálftar mælst í jarðskjálftahrinunni það sem af er. Það virðist sem að sú kvika sem er tengd þessum umbrotum er ennþá talsverðu dýpi og það er ekkert sem bendir til þess að kvikan sé farin að leita upp á yfirborðið. Það dregur verulega úr líkum á eldgosi á þessu svæði í tengslum við þessa jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn kom klukkan 05:56 og var með stærðina 3,2. Árið 1968 varð þarna jarðskjálfti með stærðina 6,0 en það er ekki hægt að segja til um það hvort að það gerist núna. Það gerist oft í svona jarðskjálftahrinum að virkni dettur niður en eykst síðan aftur án mikils fyrirvara. Þarna er sigdalur og það gerir svæðið mjög flókið jarðfræðilega og hvernig jarðskjálftar haga sér verður einnig mun flóknara vegna þess. Á þessari stundu er að draga úr virkni á þessu svæði en það getur verið tímabundið þar sem ekki er ennþá ljóst hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

Aukin hætta á jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli

Veðurstofan hefur gefið út að aukin hætta sé á jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli. Samkvæmt Veðurstofunni þá hefur leiðni verið að aukast stöðugt í Múlakvísl síðustu daga og samkvæmt lögreglunni á svæðinu þá er óvenju mikið í Múlakvísl þessa stundina.

Leiðni er núna 290μS/cm í Múlakvísl og er þessa stundina stöðug. Samkvæmt Veðurstofunni bendir það til þess að ketill í Mýrdalsjökli sé líklega að fara að tæmast og það veldur jökulflóði í Múlakvísl.

Hægt er að fylgjast með stöðu mála á vef Veðurstofunnar um vatnafar.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum.