Jökulflóð hafið úr Mýrdalsjökli

Það var staðfest um klukkan 22:00 að jökulflóð væri hafið í Múlakvísl úr Mýrdalsjökli. Þessa stundina er þetta lítið jökulflóð. Á þessari stundu er eingöngu um að ræða lítið jökulflóð en það er ekki ljóst á þessari stundu hvort að þetta er eingöngu lítið jökulflóð eða flóð sem mun aukast eftir nokkra klukkutíma.

Samkvæmt fréttum þá er mjög sterk brennisteinslykt við Múlakvísl og þar sem hún rennur um. Almannavarnir hafa lokað ferðamannaslóðum og takmarkað umferð og ég mælist til þess að fólki fari eftir þeim leiðbeiningum, þar sem það stóreykur hættuna með því að vera nærri Kötlu ef það skyldi hefjast eldgos. Þar sem viðbragðstíminn verður styttri því nær sem fólk er við eldstöðina.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þess þarf.