Jarðskjálftahrina suður af Kolbeinsey

Í gær (27-Maí-2019) varð jarðskjálftahrina suður af Kolbeinsey en þessi jarðskjálftahrina varð í Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 klukkan 01:35 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,1 klukkan 06:57. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan suður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Hinsvegar er hætta á því að jarðskjálftavirkni taki sig upp þarna aftur án mikils fyrirvara þar sem Tjörnesbrotabeltið er óútreiknanlegt.

Jarðskjálfti með stærðina 8,0 í Perú

Í dag (26-Maí-2019) klukkan 07:41 (02:41 staðartíma) jarðskjálfti með stærðina 8,0 varð í Perú. Dýpi jarðskjálftans var frá 110 km til 130 km. Þessi jarðskjálfti fannst í rúmlega 1700 km fjarlægð frá upptökunum. Stærð jarðskjálftans og dýpi getur breyst á næstu dögum og mánuðum eftir því sem gögn í kringum þennan jarðskjálfta eru rannsökuð nánar. Upplýsingar USGS um jarðskjálftann er að finna hérna. Upplýsingar um EMSC er að finna hérna.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Dellukoti. Ég hef ekki aðgang að þessum jarðskjálftamæli vegna tæknilegra vandamála.

Jarðskjálftinn olli tjóni í Perú jafnvel þó svo að hann væri á 109 km til 130 km dýpi. Almenna reglan er að eftirskjálfti sem er einni stærðargráðu minni komi í kjölfarið á þessum svona jarðskjálfta á næstu dögum til vikum. Þetta þýðir að jarðskjálfti með stærðina 6,5 til 7,5 getur orðið á þessu svæði næstu dögum til vikum í norðurhluta Perú.

Jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey

Í gær (22-Maí-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 klukkan 15:47 rúmlega 12 km norður af Kolbeinsey. Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Vegna fjarlægðar frá landi og næstu eyju sem er í byggð þá fannst þessi jarðskjálfti ekki.


Jarðskjálftahrinan norður af Kolbeinsey (græna stjarnan norður af Íslandi). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði og það er hugsanlegt að þarna muni verða frekari jarðskjálftavirkni á næstunni. Þetta svæði er ekki hluti af Tjörnesbrotabeltinu en tengist því sunnan við það svæði þar sem þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í gær.

Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg

Í morgun klukkan 10:57 (21-Maí-2019) jarðskjálfti með stærðina 3,1 rúmlega 7 km vestur af Geirfugladrangi. Þessi jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Það komu fram nokkrir jarðskjálftar með stærðina 1,0 til 1,7 í þessari jarðskjálftahrinu. Síðan klukkan 13:44 hefur verið rólegt á þessu svæði. Vegna fjarlægðar frá ströndinni og SIL mælanetinu er mögulegt að fleiri jarðskjálftar hafi komið fram en hafi mælist.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg í morgun. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hérna er líklega um að ræða jarðskjálfta sem koma fram vegna reks á plötuskilunum á þessu svæði frekar en virkni sem tengist eldstöðvum á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði á Reykjaneshryggnum.

Aukin jarðskjálftavirkni í Öskju

Eftir meira en mánuð af lítilli jarðskjálftavirkni á Íslandi þá er loksins eitthvað til þess skrifa um. Það er ennþá rólegt á Íslandi og flestir jarðskjálftar sem verða eru með stærðina 0,0 til 2,8.

Þessi grein er eingöngu mín skoðun og er ekki endilega sama skoðun og sérfræðingar á sviði jarðfræði hafa á núverandi stöðu mála.

Eldstöðin Askja er farin að sýna aukin merki þess að eldgos verði líklega í næstu framtíð. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um en miðað við söguna þá er hugsanlegur tímarammi frá 18 mánuðum og til 48 mánuðum mögulegur. Það er einnig möguleiki á að þetta muni taka mun lengri tíma. Núverandi atburðarrás hófst í Öskju árið 2011 þannig að þessi atburðarrás hefur verið talsvert langan tíma í gangi nú þegar.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á undanförnum mánuðum hefur Askja verið að sýna aukna jarðskjálftavirkni. Þetta eru að mestu leiti litlir jarðskjálftar með stærðina 0,0 til 3,0 og koma fram í litlum jarðskjálftahrinum á handahófskenndum stöðum í eldstöðinni. Það koma einnig fram tímabil með lítilli jarðskjálftavirkni og það er eðlilegt.

Eldgos í Öskju er ekki hættulegt flugi til og frá Íslandi eða heldur millilandaflugi í Evrópu. Ef að eldgos verður þá yrði það líklega kvikueldgos á svipaðan hátt og eldgosið í Holuhrauni árið 2014 til 2015. Það eldgos hugsanlega jók einnig hraðann á þessu ferli innan Öskju þegar kvikuinnskotið frá Bárðarbungu olli næstum því eldgosi í Öskju og var aðeins tvo til þrjá daga frá því að valda eldgosi í Öskju en stoppaði rétt áður en það gerðist. Það getur hinsvegar hafa komið af stað ferli sem veldur auknum óstöðugleika í Öskju til lengri tíma og er núna farið að sýna sig með aukinni jarðskjálftavirkni.