Eftir meira en mánuð af lítilli jarðskjálftavirkni á Íslandi þá er loksins eitthvað til þess skrifa um. Það er ennþá rólegt á Íslandi og flestir jarðskjálftar sem verða eru með stærðina 0,0 til 2,8.
Þessi grein er eingöngu mín skoðun og er ekki endilega sama skoðun og sérfræðingar á sviði jarðfræði hafa á núverandi stöðu mála.
Eldstöðin Askja er farin að sýna aukin merki þess að eldgos verði líklega í næstu framtíð. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um en miðað við söguna þá er hugsanlegur tímarammi frá 18 mánuðum og til 48 mánuðum mögulegur. Það er einnig möguleiki á að þetta muni taka mun lengri tíma. Núverandi atburðarrás hófst í Öskju árið 2011 þannig að þessi atburðarrás hefur verið talsvert langan tíma í gangi nú þegar.
Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Á undanförnum mánuðum hefur Askja verið að sýna aukna jarðskjálftavirkni. Þetta eru að mestu leiti litlir jarðskjálftar með stærðina 0,0 til 3,0 og koma fram í litlum jarðskjálftahrinum á handahófskenndum stöðum í eldstöðinni. Það koma einnig fram tímabil með lítilli jarðskjálftavirkni og það er eðlilegt.
Eldgos í Öskju er ekki hættulegt flugi til og frá Íslandi eða heldur millilandaflugi í Evrópu. Ef að eldgos verður þá yrði það líklega kvikueldgos á svipaðan hátt og eldgosið í Holuhrauni árið 2014 til 2015. Það eldgos hugsanlega jók einnig hraðann á þessu ferli innan Öskju þegar kvikuinnskotið frá Bárðarbungu olli næstum því eldgosi í Öskju og var aðeins tvo til þrjá daga frá því að valda eldgosi í Öskju en stoppaði rétt áður en það gerðist. Það getur hinsvegar hafa komið af stað ferli sem veldur auknum óstöðugleika í Öskju til lengri tíma og er núna farið að sýna sig með aukinni jarðskjálftavirkni.