Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg

Í morgun klukkan 10:57 (21-Maí-2019) jarðskjálfti með stærðina 3,1 rúmlega 7 km vestur af Geirfugladrangi. Þessi jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Það komu fram nokkrir jarðskjálftar með stærðina 1,0 til 1,7 í þessari jarðskjálftahrinu. Síðan klukkan 13:44 hefur verið rólegt á þessu svæði. Vegna fjarlægðar frá ströndinni og SIL mælanetinu er mögulegt að fleiri jarðskjálftar hafi komið fram en hafi mælist.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg í morgun. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hérna er líklega um að ræða jarðskjálfta sem koma fram vegna reks á plötuskilunum á þessu svæði frekar en virkni sem tengist eldstöðvum á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði á Reykjaneshryggnum.