Jarðskjálftahrina suður af Kolbeinsey

Í gær (27-Maí-2019) varð jarðskjálftahrina suður af Kolbeinsey en þessi jarðskjálftahrina varð í Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 klukkan 01:35 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,1 klukkan 06:57. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan suður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Hinsvegar er hætta á því að jarðskjálftavirkni taki sig upp þarna aftur án mikils fyrirvara þar sem Tjörnesbrotabeltið er óútreiknanlegt.