Stundum kemur náttúran með eitthvað óvænt. Þetta gildir núna um Torfajökul. Það virðist sem að jarðskjálftavirkni hafi hafist í Torfajökli þann 27-Janúar-2019 án nokkurar viðvörunar. Greinin um þá jarðskjálftahrinu er hægt að lesa hérna.
Jarðskjálftavirknin í Torfajökli þann 29-Apríl-2019. Línan sem jarðskjálftarnir mynda er orðin ljós. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin þann 3-Maí-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin þann 4-Júní-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Eftir eldgosið í Bárðarbungu árið 2014 þá kom ég mér upp nýju kerfi (sem enginn annar notar eða notar eitthvað svipað svo að ég viti til) til þess að finna út hvort að eldgos sé að fara að eiga sér stað eða ekki. Þar sem allar eldstöðvar eru öðruvísi þá er alltaf möguleiki á því að ég greini upplýsingar rangt og fái út ranga niðurstöðu. Ég tel hinsvegar miðað við síðustu gögn að eitthvað sé í gangi í Torfajökli. Hvort að þetta muni valda eldgosi er ekki hægt að segja til um á þessari stundu. Ef þetta er á leiðinni að valda eldgosi þá er ekki víst að það verði mikil viðvörun en jarðskjálfti með stærðina 3,0 til 4,5. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 (norður af öskjunni) og vegna þess hversu langt það gaus síðast þá er eldgosa hegðun Torfajökuls ekki þekkt. Síðast gaus vestur af öskjunni árið 1170 eða í kringum það ár.