Djúpir jarðskjálftar suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (19-Júní-2019) og í dag (20-Júní-2019) varð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu. Þetta svæði í Bárðarbungu hefur verið virkt síðan eldgosinu lauk í Febrúar 2015 og mögulega fyrr en það. Síðasta eldgos á þessu svæði varð í Febrúar 1726 (+- 30 dagar) til Maí 1726 (+- 30 dagar). Hugsanlega hafa orðið fleiri eldgos á þessu svæði án þess að þeirra yrði vart af fólki í fortíðinni.


Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpið í þessari jarðskjálftahrinu er mjög mikið og mældist dýpsti jarðskjálftinn með 30,4 km dýpi. Það er ekki hægt að útiloka að það dýpi komi til vegna lélegrar mælinga eða lélegrar staðsetningar á jarðskjálftanum. Samkvæmt mælingum þá er jarðskorpan á þessu svæði allt að 45 km þykk. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun enda í eldgosi. Ef að eldgos verður þá getur það hafist án mikillar viðvörunar og án mikillar jarðskjálftavirkni.