Jarðskjálftahrina austan við Grímsey (Tjörnesbrotabeltið)

Í dag (30-Júní-2019) þá hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,6. Það eru engar fregnir af því að þessi jarðskjálfti hafi fundist.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í ár hafa orðið nokkrar jarðskjálftahrinur á þessu svæði og það má reikna með frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði á næstu mánuðum. Þessi jarðskjálftavirkni virðist eingöngu vera tengd jarðskorpuhreyfingum á svæðinu.