Þrír sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í gær (24-Júní-2019) urðu þrír sterkir jarðskjálftar klukkan 13:09, klukkan 13:18 og klukkan 13:55 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:09 er með stærðina mb4,5 á EMSC (upplýsingar hérna). Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:55 er einnig með stærðina 4,5 á vefsíðu EMSC (upplýsingar hérna). Veðurstofan er með stærðina á jarðskjálftanum klukkan 13:09 sem Mw3,3 og jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:55 er með stærðina Mw4,1. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:18 er með stærðina Mw3,4. Minni jarðskjálftar hafa komið í kjölfarið á stóru jarðskjálftunum.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu gerist vegna þess að eldstöðin er ennþá að þenjast út. Þar sem Bárðarbunga er ennþá á því að stigi að þenjast út þá olli þessi jarðskjálftahrina ekki neinum kvikuhreyfingum eða kom af stað eldgosavirkni. Tveir af jarðskjálftunum voru á hefðbundum stöðum en þriðji jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:09 varð í norð-vestanverðri eldstöðinni sem er óvenjuleg staðsetning miðað við fyrri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Síðasti stóri jarðskjálfti í Bárðarbungu átti sér stað þann 19-Júní-2019 og er því mjög stutt á milli stórra jarðskjálfta í Bárðarbungu núna. Það virðist ekki vera óvenjuleg virkni.