Í morgun (27-Júlí-2019) varð ný jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er aðeins norðar en jarðskjálftinn með stærðina Mw4,3 sem átti sér stað þann 27-Júlí-2019 og það þýðir að þessi jarðskjálftahrina á sér stað á öðru misgengi en því sem jarðskjálftinn með stærðina Mw4,3 átti sér stað. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina er tengd M4,3 jarðskjálftanum þann 24-Júlí-2019.
Jarðskjálftahrinan norður af Siglufirði (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærstu jarðskjálftarnir þegar þessi grein er skrifuð voru með stærðina Mw3,2. Það er ýmislegt sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Síðasti jarðskjálftinn varð klukkan 20:07 og var með stærðina Mw2,7 (sjálfvirk). Hættan er að það komi fram jarðskjálftahrina án mikillar viðvörunar og það er mikil hætta á jarðskjálftahrinu sem er stærri en það hefur komið fram hingað til. Staðsetning þessara jarðskjálftahrina mun verða handahófskennd og verður hugsanlega á landi en mestar líkur á því að slík jarðskjálftahrina yrði úti í sjó. Það er ekki nein leið að segja til um það hvar næsta jarðskjálftahrina verður.