Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Aðfaranótt 30-Ágúst-2019 varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í kringum 69 jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem mældust voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar í þessu svæði. Hugsanlegt er að þarna verði sterkari jarðskjálftahrinur á þessu svæði eða nálægu svæði, það gerist stundum á þessu svæði á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftavirkni virðist ekki vera tengt eldvirkni eða neinni eldstöð á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í nótt (24-Ágúst-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Það hófst lítil jarðskjálftahrina í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Lítil jarðskjálftahrina varð í Bárðarbungu í dag (21-Ágúst-2019). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Síðustu mánuði hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verður vegna þess að innstreymi kviku er að þenja út eldstöðina.

Aukin jarðskjálftavirkni í Hamrinum (Bárðarbunga)

Síðustu daga hefur verið aukning í jarðskjálftum í Hamrinum (hluti af Bárðarbungu kerfinu). Hjá Global Volcanism Program er þetta skráð sem Loki-Fögrufjöll. Stærsti jarðskjálftinn þann 12-Ágúst-2019 var með stærðina 2,8 og 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum (rauðu/bláu punktanir nærri jaðri jökulsins vestan við Grímsvötn). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar svona jarðskjálftavirknin hófst í Hamrinum þá varð lítið eldgos þar nokkrum mánuðum seinna. Það eldgos varð þann 12 Júlí 2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna og hérna (jökulhlaupið sem kom í kjölfarið á eldgosinu, 13 Júlí 2011). Þau urðu síðan frekari minni eldgos í Ágúst og Nóvember 2011 í Hamrinum sem vörðu að hámark í 4 klukkutíma. Síðan þá hefur eldstöðin róast niður og sérstaklega eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 og 2015.

Það er óljóst hvað er að gerast núna í Hamrinum en á þessaris stundu er ekkert eldgos að eiga sér stað og eldgos í Hamrinum mun koma mjög skýrt fram á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það virðist sem að eldgos í Hamrinum geti hafist án nokkurar jarðskjálftavirkni, ég veit ekki afhverju það er. Síðasta stórgos í Hamrinum varð árið 1910 frá 18 Júní til Október.

Gas kemur frá Öræfajökli

Það var sagt frá því í fréttum í dag að gas kæmi frá Öræfajökli í lóni sem er suður af jöklinum. Það er ekki ljóst á fréttum hvenær þetta gasstreymi uppgötvaðist. Hinsvegar er þetta gasstreymi það lítið að Veðurstofan hefur ekki náð að safna næganlegu gasi til þess að greina hvaða gastegundir eru hérna á ferðinni. Líklegast er um að ræða CO2 og SO2 gas frá Öræfajökli. Það hefur verið mjög rólegt í Öræfajökli undanfarið og tengist það hugsanlega að sumar eldstöðvar verða mjög rólegar áður en eldgos hefst samkvæmt rannsókn inn í þetta fyrirbæri hjá eldstöðvum (rannsóknina er hægt að lesa hérna á ensku).

Hvað þetta þýðir er óljóst á þessari stundu. Jarðskjálftavirkni er í lágmarki í Öræfajökli þessa stundina. Það er möguleiki á því að þessi gasvirkni þýði að fleiri jarðskjálftar muni verða fljótlega jafnvel þó svo að ekkert eldgos verði. Það er óljóst hvað gerist áður en eldgos verður í Öræfajökli þar sem síðasta eldgos í Öræfajökli varð árið 1727 þann 3 Ágúst til 1728 1 Maí.


Það er rólegt í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Frétt Rúv

Loftbólur á yfirborði Kvíárlóns