Jarðskjálftahrina nærri Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg

Um nóttina (29-September-2019) varð lítil jarðskjálftahrina ekki mjög langt frá Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og Mw3,3. Þessi jarðskjálftahrina er langt frá landi og því eru mælingar af þessari jarðskjálftahrinu mjög takmarkaðar vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið og ekki hafa mælst neinir jarðskjálftar síðustu klukkutímana. Minni jarðskjálftar mælst ekki vegna fjarlægðar frá landi.

Lítil jarðskjálftahrina í Henglinum norðan við Hveragerði

Í gær (11-September-2019) varð jarðskjálftahrina í Henglinum með stærðina Mw3,0. Þessi jarðskjálfti fannst í Hveragerði. Það fannst einnig jarðskjálfti með stærðina Mw1,7 í Hveragerði en það var eingöngu vegna þess hversu nálægt byggð sá jarðskjálfti varð.


Jarðskjálftavirknin í Henglinum í gær (11-September-2019). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði.

Lítil jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í morgun (11-September-2019) varð lítil jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4 og varð klukkan 06:06 og fannst í Grindavík.


Jarðskjálftahrinan norður af Grindavík (vestari stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin flekavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu

Í dag (8-September-2019) klukkan 02:00 hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Milli klukkan 02:00 til 02:03 urðu fimm jarðskjálftar í Bárðarbungu og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,2 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2. Aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni eins og þessi er mjög algeng í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Holuhrauni (2014 til 2015). Þessi jarðskjálftavirkni verður einu sinni í mánuði oftast.