Á Laugardaginn (26-Október-2019) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina Mw3,5. Þetta var stakur jarðskjálfti og komu engir jarðskjálftar í kjölfarið.
Á Sunnudaginn (27-Október-2019) hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu sem var mjög djúp og var dýpi jarðskjálftanna frá 20,2 km til 10,9 km á Sunnudeginum. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru minni en Mw2,0 að stærð.
Í dag (28-Október-2019) varð önnur djúp jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina varð stærri talið í fjölda jarðskjálfta. Dýpið núna varð frá 26 km og upp í 15,5 km. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist kvikuinnskoti sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu frá djúpstæðu kvikuhólfi undir Bárðarbungu eða nálægt Bárðarbungu. Það er engin leið að vita hvaða kvikuhólf er að dæla kviku inn í Bárðarbungu. Stundum verður kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í kjölfarið á svona jarðskjálftavirkni. Hvort að það sé einhver tengin milli þessara tveggja atburða er ekki þekkt. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að þessi virkni þýði aukna jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á næstunni. Síðast þegar þetta gerðist þá varð aukning í jarðskjálftum í Bárðarbungu yfir nokkura vikna tímabil.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Sú jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu núna er orðin fastur hluti af virkninni í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi enda mundi verða mun meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu ef kvika væri að brjóta sér leið upp á yfirborðið en það sem er að eiga sér stað núna.