Stór jarðskjálfti og djúp jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Á Laugardaginn (26-Október-2019) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina Mw3,5. Þetta var stakur jarðskjálfti og komu engir jarðskjálftar í kjölfarið.

Á Sunnudaginn (27-Október-2019) hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu sem var mjög djúp og var dýpi jarðskjálftanna frá 20,2 km til 10,9 km á Sunnudeginum. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru minni en Mw2,0 að stærð.

Í dag (28-Október-2019) varð önnur djúp jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina varð stærri talið í fjölda jarðskjálfta. Dýpið núna varð frá 26 km og upp í 15,5 km. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist kvikuinnskoti sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu frá djúpstæðu kvikuhólfi undir Bárðarbungu eða nálægt Bárðarbungu. Það er engin leið að vita hvaða kvikuhólf er að dæla kviku inn í Bárðarbungu. Stundum verður kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í kjölfarið á svona jarðskjálftavirkni. Hvort að það sé einhver tengin milli þessara tveggja atburða er ekki þekkt. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að þessi virkni þýði aukna jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á næstunni. Síðast þegar þetta gerðist þá varð aukning í jarðskjálftum í Bárðarbungu yfir nokkura vikna tímabil.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu núna er orðin fastur hluti af virkninni í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi enda mundi verða mun meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu ef kvika væri að brjóta sér leið upp á yfirborðið en það sem er að eiga sér stað núna.

Staðan á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (21-Október-2019) klukkan 12:25 hætti jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta er frekar óvenjulegt þar sem venjulega hætta svona stórar jarðskjálftahrinur ekki með þessum hætti. Nærri því 500 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu eins og hún var í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,5 / 3,2 og 3,1. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Stærstu jarðskjálftarnir fundust á Húsavík samkvæmt fréttum. Þó svo að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið þýðir það ekki að jarðskjálftavirkni sé lokið á þessu svæði. Þessi jarðskjálftavirkni virðist hafa eingöngu verið flekahreyfing og ekkert bendir til þess að kvika hafi verið hérna á ferðinni og valdið þessari jarðskjálftahrinu.

Jarðskjálftahrina í austurhluta Tjörnesbrotabeltisins (nærri ströndinni)

Í dag (19-Október-2019) hófst jarðskjálftahrina í austurhluta Tjörnesbrotabeltisins nærri ströndinni og því gætu stærri jarðskjálftar fundist ef þeir verða í þessari jarðskjálftahrinu. Þessi jarðskjálftahrina virðist stefna í að verða stór jarðskjálftahrina með mikið af jarðskjálftum á hverri mínútu.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég er með takmarkaðan aðgang að internetinu fram til 1. Nóvember þannig að ég mun líklega ekki ná að uppfæra þessa grein tímanlega ef eitthvað stórt gerist í þessari jarðskjálftahrinu.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Hamrinum

Í dag (13-Október-2019) klukkan 19:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Hamrinum (sjá Bárðarbunga). Það hefur verið einhver jarðskjálftavirkni á svæðinu síðustu vikur.


Jarðskjálftavirkni í Hamrinum (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar jarðskjálftavirkni fór að aukast í Hamrinum þá endaði það í eldgosi í Júlí 2011 en það eldgos er ekki staðfest af sérfræðingunum en það er mín skoðun að eldgos hafi átt sér stað miðað við þau gögn sem hafa komið fram (gosórói, jökulhlaup).

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli

Í dag (13-október-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Eftir eldgosið í Bárðarbungu hefur verið viðvarandi jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli, ekki hefur fundist almennileg skýring á þessari jarðskjálftavirkni. Það er ýmislegt sem bendir til þess að hérna sé um að ræða kviku sem er á ferðinni inni í eldstöðinni og er mjög hægfara en hvað er nákvæmlega að gerast er óljóst í dag.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin þekkt eldgos í Tungnafellsjökli síðustu 12000 árin og því er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta þróast í eldstöðinni. Í dag eru engin augljóst merki þess að Tungnafellsjökull sé að undirbúa eldgos og er möguleiki að þessi jarðskjálftavirkni í dag séu eftiráhrif af eldgosinu í Bárðarbungu 2014 sem olli mikilli streitu í jarðskorpunni á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kröflu

Í dag (12-Október-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Kröflu. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina Mw1,0 og aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kröflu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni komi til vegna niðurdælingar á vatni undir þrýstingi á þessu svæði. Ef það er ekki ástæðan þá er hérna um að ræða hefðbundna jarðskjálftavirkni í jarðskorpunni sem verður stundum á þessu svæði.

Styrkir

Ég er þessa dagana að flytja til Danmerkur því miður kom það vandamál upp hjá mér óvænt að ég hef ekki almennilega efni á því að borga flutningskostnaðinn fyrr en í Nóvember. Það sem vantar uppá hjá mér í dag er 53.048 kr svo að ég geti borgað allan flutningsreikninginn. Þeir sem vilja styrkja mig geta gert að með því að leggja inn á þennan reikning.

Bankareikningur: 0159-05-402376
Kennitala: 160780-4369
Nafn: Jón Frímann Jónsson

Það er ekki ókeypis að reka þessa vefsíðu og tekur það talsvert af þeim litlu tekjum sem ég hef af örorkubótum. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Heklu

Í dag (8-Október-2019) hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Heklu. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram var með stærðina Mw1,2.


Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð hafa ekki komið fram neinar breytingar á óróamælingum í kringum Kötlu. Veðurstofa Íslands og Almannavarnir eru að fylgjast með þróun mála.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert að með PayPal eða með banka millifærslu. Ég er að flytja til Danmerkur er það mjög dýrt og styrkir væru góðir til þess að hjálpa mér að eiga við þann kostnað. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Frekari upplýsingar hérna.

Millifærsla á banka

Bankareikningur: 0159-05-402376
Kennitala: 160780-4369
Nafn: Jón Frímann Jónsson

Jarðskjálfti með stærðina 3,8 í Bárðarbungu

Í dag (4-október-2019) klukkan 16:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er annar jarðskjálftinn í Bárðarbungu á innan við sólarhring. Eins og með fyrri jarðskjálftann þá hafa ekki orðið neinir eftirskjálftar.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur komið fram minniháttar jarðskjálftavirkni á öðrum stöðum í Bárðarbungu. Ég veit ekki hvort að sú jarðskjálftavirkni er tengd þessum jarðskjálftum sem hafa orðið síðasta sólarhringinn.

Jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Bárðarbungu

Í dag (3-Október-2019) klukkan 20:33 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Febrúar 2015. Engin frekari jarðskjálftavirkni hefur komið fram eftir þegar þessi grein er skrifuð.