Í dag (4-október-2019) klukkan 16:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er annar jarðskjálftinn í Bárðarbungu á innan við sólarhring. Eins og með fyrri jarðskjálftann þá hafa ekki orðið neinir eftirskjálftar.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það hefur komið fram minniháttar jarðskjálftavirkni á öðrum stöðum í Bárðarbungu. Ég veit ekki hvort að sú jarðskjálftavirkni er tengd þessum jarðskjálftum sem hafa orðið síðasta sólarhringinn.