Staðan á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (21-Október-2019) klukkan 12:25 hætti jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta er frekar óvenjulegt þar sem venjulega hætta svona stórar jarðskjálftahrinur ekki með þessum hætti. Nærri því 500 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu eins og hún var í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,5 / 3,2 og 3,1. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Stærstu jarðskjálftarnir fundust á Húsavík samkvæmt fréttum. Þó svo að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið þýðir það ekki að jarðskjálftavirkni sé lokið á þessu svæði. Þessi jarðskjálftavirkni virðist hafa eingöngu verið flekahreyfing og ekkert bendir til þess að kvika hafi verið hérna á ferðinni og valdið þessari jarðskjálftahrinu.