Í dag (13-Október-2019) klukkan 19:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Hamrinum (sjá Bárðarbunga). Það hefur verið einhver jarðskjálftavirkni á svæðinu síðustu vikur.
Jarðskjálftavirkni í Hamrinum (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Síðast þegar jarðskjálftavirkni fór að aukast í Hamrinum þá endaði það í eldgosi í Júlí 2011 en það eldgos er ekki staðfest af sérfræðingunum en það er mín skoðun að eldgos hafi átt sér stað miðað við þau gögn sem hafa komið fram (gosórói, jökulhlaup).