Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (24-Nóvember-2019) varð regluleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Tveir stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu og voru þeir með stærðina Mw4,0 klukkan 04:22 og seinni jarðskjálftinn varð klukkan 04:28 og var með stærðina Mw3,5. Þessi jarðskjálftavirkni verður í Bárðarbungu vegna þess að Bárðarbunga er að þenjast út. Þessi jarðskjálftavirkni er því mjög hefðbundin núna og þetta mun verða svona næstu 10 til 30 árin. Þá munu einnig einstaka jarðskjálftar með stærðina Mw5,0 eða stærri eiga sér stað á þessu tímabili.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni mun ekki valda eldgosi í Bárðarbungu þar sem þetta er of lítil jarðskjálftavirkni svo að það geti gerst. Það sem þessi jarðskjálftavirkni sýnir er að það verður eldgos í Bárðarbungu á næstu árum en hvenær slíkt eldgos verður er ekki hægt að spá fyrir um.

Auglýsingar

Amazon Bretlandi

Staðan í jarðskjálftahrinunni á Reykjaneshryggnum í Eldey

Jarðskjálftahrinan sem hófst í dag (16-Nóvember-2019) á Reykjaneshrygg í eldstöð sem heitir Eldey (Global Volcanmism Profile er Reykjanes). Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið 29 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0. Stærsti jarðsjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw4,5. Það hægðist aðeins á jarðskjálftahrinunni eftir klukkan 17:00 og það hefur verið róleg jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg síðan þá en jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Þéttleiki jarðskjálftahrinunnar á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni Mw5,0 og síðast gerðist það í jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Júní og Júlí 2015. Ég skrifaði um þær jarðskjálftahrinur.

Kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg í eldstöðinni Reykjanes

Ég hef ekki miklar upplýsingar um það hvað er að gerast núna á Reykjaneshryggnum. Það er mjög kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang sem er í rúmlega 20 til 40 km fjarlægð frá ströndinni. Þetta er mjög kröftug jarðskjálftahrina sem er þarna núna og gæti jafnvel orðið kröftugri. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina á upptök sín í flekahreyfingum eða vegna þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið. Eldstöðin á þessu svæði heitir Reykjanes.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í eldstöðinni Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mikið að gerast í þessari jarðskjálftahrinu og því munu upplýsingar hérna verða úreltar á mjög skömmum tíma.

Grein fjögur um jarðskjálftahrinuna í Öskju

Í gær (13-Nóvember-2019) hefur jarðskjálftahrinan í Öskju verið aðeins rólegri. Stærsti jarðskjálftinn síðstu 24 klukkutímana var með stærðina Mw3,1. Síðustu 48 klukkutímana hafa komið fram um 500 jarðskjálftar í Öskju. Það kom fram toppur í jarðskjálftavirkninni eftir jarðskjálftann með stærðina Mw3,1 en síðan dró aftur úr jarðskjálftavirkninni. Dýpi jarðskjálftahrinunnar hefur aðeins breyst og er núna dýpsti hluti jarðskjálftahrinunnar núna á 7 til 8 km dýpi en það er hugsanlega varasamt dýpi þar sem kvika er hugsanlega á 10 til 15 km dýpi á þessu svæði. Hvort að það er kvika sem getur gosið veit ég ekki en þarna gæti verið kvika sem er of köld til þess að gjósa ef þarna er kvika til að byrja með.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram vera brotahreyfing á misgengi sem er þarna og ekki er að sjá neina kvikuhreyfingu ennþá í þessari jarðskjálftavirkni. Frá og með deginum í dag (14-Nóvember-2019) þá hefur þessi jarðskjálftahrina verð í gangi í heila viku. Það er spurning hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða hvort að hérna sé aðeins um að ræða rólegan tíma í þessari jarðskjálftahrinu. Það er þekkt í eldgosasögu Öskju að það verða stórar jarðskjálftahrinur í Öskju áður en til eldgoss kemur og slíkt jarðskjálftavirkni nær einnig til nærliggjandi sprungusveima og að jarðskjálftavirknin vex með tímanum. Hægt er að lesa um slíkt í rannsóknum á síðustu eldgosum, rannsókn á eldgosinu 1961, rannsókn á eldgosinu 1875, rannsókn á djúpri jarðskjálftavirkni í Öskju.

Grein þrjú um jarðskjálftahrinuna í Öskju

Þetta er stutt grein um stöðuna í jarðskjálftahrinunni í Öskju þar sem breyting hefur átt sér stað.

Jarðskjálftavirknin í Öskju hefur breytt um fasa. Þetta virðist vera rekhrina sem eru að eiga sér stað í Öskju. Svona rekhrinur valda sprungugosum og stundum stuttum eldgosum með öskufalli sem vara í mjög stuttan tíma. Það gæti ekki gerst núna og þegar þessi grein er skrifuð er ekkert sem bendir til þess að kvika sé á ferðinni samkvæmt þeim SIL stöðvum sem eru næst jarðskjálftahrinunni. Þetta gæti breyst án nokkurar viðvörunar.


Jarðskjálftahrinan í Öskju eins og hún var klukkan 23:25 þann 12-Nóvember-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin er orðin mjög þétt í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að spá fyrir um hvað gerist næst í Öskju. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist næst.

Grein tvö um stöðuna jarðskjálftahrinunni í Öskju

Jarðskjálftavirknin í Öskju heldur áfram og það eru engin merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara að hætta. Frá miðnætti hafa um 200 jarðskjálftar mælst í Öskju þegar þessi grein er skrifuð. Veðurstofan hélt eða heldur fund um stöðina í Öskju samkvæmt fréttum í dag (12-Nóvember-2019).


Jarðskjálftahrinan í Öskju klukkan 14:15 í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist koma í bylgjum með hléum á milli. Það þýðir að jarðskjálftavirknin eykst og minnkar síðan á milli í nokkra klukkutíma. Það er hugsanleg vísbending um að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í kviku þarna á miklu dýpi. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika hafi náð upp í efri lög jarðskorpunnar þegar þessi grein er skrifuð. Það hafa ekki orðið neinir djúpir jarðskjálftar í Öskju ennþá og það er ekki víst að það verði neinir djúpir jarðskjálftar. Hvað mun nákvæmlega gerast í Öskju er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.

Það eru tveir möguleikar á því hvað gæti gerst næst í Öskju

  1. Jarðskjálftavirknin heldur áfram þangað til að eldgos verður í Öskju. Eldgos í Öskju yrði eldgos með kviku og lítilli eða engri öskuframleiðslu.
  2. Jarðskjálftavirknin heldur áfram þangað til að jarðskjálftavirknin hættir og ekkert eldgos verður.

Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í Öskju þar sem hvað er nákvæmlega að gerast er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með millifærslu eða með því að nota PayPal til þess að leggja inn á mig.  Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig er að finna hérna eða með því að smella á Styrkir síðuna í borðanum hérna fyrir ofan.

Staðan í jarðskjálftahrinunni í Öskju

Síðan ég skrifaði greinina í gær (09-Nóvember-2019) um jarðskjálftahrinuna í Öskju þá hefur orðið aukning í jarðskjálftum á þessu svæði. Það kom fram einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 og einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,2. Það svæði sem er að skjálfa hefur aðeins stækkað norður og suður. Þessi jarðskjálftahrina virðist aðeins vera flekahreyfing og bundin við það. Það er ekki að sjá á neinum SIL stöðvum í nágrenninu að kvika sé á ferðinni í efri hluta jarðskorpunnar. Það er ekki hægt að segja til um hvað er að gerast í neðri hluta jarðskorpunnar.


Jarðskjálftahrinan í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftahrina muni aukast áður en það fer að verða rólegra um á þessu svæði aftur en hvað gerist veltur á því hversu mikil spenna hefur byggist upp í jarðskorpunni á þessu svæði. Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið yfir 300 jarðskjálftar í Öskju.

Jarðskjálftahrina í Öskju

Í þessari viku (vika 45) hefur verið jarðskjálftahrina í Öskju. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina Mw2,8 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina á sér stað á misgengi sem vísar norður – suður. Það er ekki alveg ljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina sé innan eða utan við megineldstöðina kerfið sjálft. Þetta gæti verið kvikuinnskot í Öskju en það er ekki ljóst hvort að það sé raunin, þetta gæti verið flekahreyfing sem er algeng á þessu svæði innan Öskju.


Jarðskjálftavirkni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem gerir þessa jarðskjálftahrinu þess eðlis að nauðsynlegt er að fylgjast með því hvað er að gerast er sú staðreynd að þessi jarðskjálftahrina hefur varað í fimm til sex daga þegar þessi grein er skrifuð. Venjulega stöðvast þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Öskju án þess að nokkuð meira gerist í kjölfarið. Mig grunar að það sé einnig tilfellið með þessa jarðskjálftahrinu.