Jarðskjálftahrina í Öskju

Í þessari viku (vika 45) hefur verið jarðskjálftahrina í Öskju. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina Mw2,8 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina á sér stað á misgengi sem vísar norður – suður. Það er ekki alveg ljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina sé innan eða utan við megineldstöðina kerfið sjálft. Þetta gæti verið kvikuinnskot í Öskju en það er ekki ljóst hvort að það sé raunin, þetta gæti verið flekahreyfing sem er algeng á þessu svæði innan Öskju.


Jarðskjálftavirkni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem gerir þessa jarðskjálftahrinu þess eðlis að nauðsynlegt er að fylgjast með því hvað er að gerast er sú staðreynd að þessi jarðskjálftahrina hefur varað í fimm til sex daga þegar þessi grein er skrifuð. Venjulega stöðvast þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Öskju án þess að nokkuð meira gerist í kjölfarið. Mig grunar að það sé einnig tilfellið með þessa jarðskjálftahrinu.