Grein þrjú um jarðskjálftahrinuna í Öskju

Þetta er stutt grein um stöðuna í jarðskjálftahrinunni í Öskju þar sem breyting hefur átt sér stað.

Jarðskjálftavirknin í Öskju hefur breytt um fasa. Þetta virðist vera rekhrina sem eru að eiga sér stað í Öskju. Svona rekhrinur valda sprungugosum og stundum stuttum eldgosum með öskufalli sem vara í mjög stuttan tíma. Það gæti ekki gerst núna og þegar þessi grein er skrifuð er ekkert sem bendir til þess að kvika sé á ferðinni samkvæmt þeim SIL stöðvum sem eru næst jarðskjálftahrinunni. Þetta gæti breyst án nokkurar viðvörunar.


Jarðskjálftahrinan í Öskju eins og hún var klukkan 23:25 þann 12-Nóvember-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin er orðin mjög þétt í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að spá fyrir um hvað gerist næst í Öskju. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist næst.