Staðan í jarðskjálftahrinunni í Öskju

Síðan ég skrifaði greinina í gær (09-Nóvember-2019) um jarðskjálftahrinuna í Öskju þá hefur orðið aukning í jarðskjálftum á þessu svæði. Það kom fram einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 og einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,2. Það svæði sem er að skjálfa hefur aðeins stækkað norður og suður. Þessi jarðskjálftahrina virðist aðeins vera flekahreyfing og bundin við það. Það er ekki að sjá á neinum SIL stöðvum í nágrenninu að kvika sé á ferðinni í efri hluta jarðskorpunnar. Það er ekki hægt að segja til um hvað er að gerast í neðri hluta jarðskorpunnar.


Jarðskjálftahrinan í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftahrina muni aukast áður en það fer að verða rólegra um á þessu svæði aftur en hvað gerist veltur á því hversu mikil spenna hefur byggist upp í jarðskorpunni á þessu svæði. Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið yfir 300 jarðskjálftar í Öskju.