Grein fjögur um jarðskjálftahrinuna í Öskju

Í gær (13-Nóvember-2019) hefur jarðskjálftahrinan í Öskju verið aðeins rólegri. Stærsti jarðskjálftinn síðstu 24 klukkutímana var með stærðina Mw3,1. Síðustu 48 klukkutímana hafa komið fram um 500 jarðskjálftar í Öskju. Það kom fram toppur í jarðskjálftavirkninni eftir jarðskjálftann með stærðina Mw3,1 en síðan dró aftur úr jarðskjálftavirkninni. Dýpi jarðskjálftahrinunnar hefur aðeins breyst og er núna dýpsti hluti jarðskjálftahrinunnar núna á 7 til 8 km dýpi en það er hugsanlega varasamt dýpi þar sem kvika er hugsanlega á 10 til 15 km dýpi á þessu svæði. Hvort að það er kvika sem getur gosið veit ég ekki en þarna gæti verið kvika sem er of köld til þess að gjósa ef þarna er kvika til að byrja með.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram vera brotahreyfing á misgengi sem er þarna og ekki er að sjá neina kvikuhreyfingu ennþá í þessari jarðskjálftavirkni. Frá og með deginum í dag (14-Nóvember-2019) þá hefur þessi jarðskjálftahrina verð í gangi í heila viku. Það er spurning hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða hvort að hérna sé aðeins um að ræða rólegan tíma í þessari jarðskjálftahrinu. Það er þekkt í eldgosasögu Öskju að það verða stórar jarðskjálftahrinur í Öskju áður en til eldgoss kemur og slíkt jarðskjálftavirkni nær einnig til nærliggjandi sprungusveima og að jarðskjálftavirknin vex með tímanum. Hægt er að lesa um slíkt í rannsóknum á síðustu eldgosum, rannsókn á eldgosinu 1961, rannsókn á eldgosinu 1875, rannsókn á djúpri jarðskjálftavirkni í Öskju.