Staðan í jarðskjálftahrinunni á Reykjaneshryggnum í Eldey

Jarðskjálftahrinan sem hófst í dag (16-Nóvember-2019) á Reykjaneshrygg í eldstöð sem heitir Eldey (Global Volcanmism Profile er Reykjanes). Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið 29 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0. Stærsti jarðsjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw4,5. Það hægðist aðeins á jarðskjálftahrinunni eftir klukkan 17:00 og það hefur verið róleg jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg síðan þá en jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Þéttleiki jarðskjálftahrinunnar á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni Mw5,0 og síðast gerðist það í jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Júní og Júlí 2015. Ég skrifaði um þær jarðskjálftahrinur.

Kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg í eldstöðinni Reykjanes

Ég hef ekki miklar upplýsingar um það hvað er að gerast núna á Reykjaneshryggnum. Það er mjög kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang sem er í rúmlega 20 til 40 km fjarlægð frá ströndinni. Þetta er mjög kröftug jarðskjálftahrina sem er þarna núna og gæti jafnvel orðið kröftugri. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina á upptök sín í flekahreyfingum eða vegna þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið. Eldstöðin á þessu svæði heitir Reykjanes.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í eldstöðinni Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mikið að gerast í þessari jarðskjálftahrinu og því munu upplýsingar hérna verða úreltar á mjög skömmum tíma.