Grein tvö um stöðuna jarðskjálftahrinunni í Öskju

Jarðskjálftavirknin í Öskju heldur áfram og það eru engin merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara að hætta. Frá miðnætti hafa um 200 jarðskjálftar mælst í Öskju þegar þessi grein er skrifuð. Veðurstofan hélt eða heldur fund um stöðina í Öskju samkvæmt fréttum í dag (12-Nóvember-2019).


Jarðskjálftahrinan í Öskju klukkan 14:15 í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist koma í bylgjum með hléum á milli. Það þýðir að jarðskjálftavirknin eykst og minnkar síðan á milli í nokkra klukkutíma. Það er hugsanleg vísbending um að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í kviku þarna á miklu dýpi. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika hafi náð upp í efri lög jarðskorpunnar þegar þessi grein er skrifuð. Það hafa ekki orðið neinir djúpir jarðskjálftar í Öskju ennþá og það er ekki víst að það verði neinir djúpir jarðskjálftar. Hvað mun nákvæmlega gerast í Öskju er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.

Það eru tveir möguleikar á því hvað gæti gerst næst í Öskju

  1. Jarðskjálftavirknin heldur áfram þangað til að eldgos verður í Öskju. Eldgos í Öskju yrði eldgos með kviku og lítilli eða engri öskuframleiðslu.
  2. Jarðskjálftavirknin heldur áfram þangað til að jarðskjálftavirknin hættir og ekkert eldgos verður.

Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í Öskju þar sem hvað er nákvæmlega að gerast er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með millifærslu eða með því að nota PayPal til þess að leggja inn á mig.  Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig er að finna hérna eða með því að smella á Styrkir síðuna í borðanum hérna fyrir ofan.