Jarðskjálftahrina nærri Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg

Um nóttina (29-September-2019) varð lítil jarðskjálftahrina ekki mjög langt frá Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og Mw3,3. Þessi jarðskjálftahrina er langt frá landi og því eru mælingar af þessari jarðskjálftahrinu mjög takmarkaðar vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið og ekki hafa mælst neinir jarðskjálftar síðustu klukkutímana. Minni jarðskjálftar mælst ekki vegna fjarlægðar frá landi.