Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu

Í dag (8-September-2019) klukkan 02:00 hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Milli klukkan 02:00 til 02:03 urðu fimm jarðskjálftar í Bárðarbungu og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,2 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2. Aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni eins og þessi er mjög algeng í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Holuhrauni (2014 til 2015). Þessi jarðskjálftavirkni verður einu sinni í mánuði oftast.