Aðfaranótt 30-Ágúst-2019 varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í kringum 69 jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem mældust voru minni að stærð.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar í þessu svæði. Hugsanlegt er að þarna verði sterkari jarðskjálftahrinur á þessu svæði eða nálægu svæði, það gerist stundum á þessu svæði á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftavirkni virðist ekki vera tengt eldvirkni eða neinni eldstöð á þessu svæði.