Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Um helgina hefur verið jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg útaf ströndinni um 2 til 4 km suð-vestur af Geirfugladrangi. Það er óljóst hvort að þessari jarðskjálftahrinu er lokið. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði gerist það oft að jarðskjálftavirknin stöðvast í einhvern tíma en byrjar síðan fljótlega aftur á ný eftir nokkra klukkatíma til nokkrum vikum seinna. Það er eldstöð þarna en hún er ekki með neina Global Volcanism Profile síðu. Hugsanlega varð þarna síðast eldgos á 18 eða 19 öldinni. Ég held að þessi jarðskjálftavirkni sé ekki tengd eldstöðinni en það er erfitt að segja til um það vegna þess að svæðið er afskekkt og lítið þekkt sem slíkt.