Síðan í gær (6-Júlí-2019) hefur verið jarðskjálftahrina í gangi í suðurhluta Tjörnesbrotabeltisins. Fjöldi mældra jarðskjálfta er meiri en 170 þegar þessi grein er skrifuð. Þessi tala mun verða fljótlega úrelt. Það er ekki kominn tala á stærstu jarðskjálftana sem þarna hafa orðið þar sem sjálfvirka kerfið er ekki alltaf nákvæmt.
Jarðskjálftahrinan í suðurhluta Tjörnesbrotabeltisins. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er eldstöð á þessu svæði sem gaus síðast árið 1868 í einn mánuð (Desember 1867 til Janúar 1868) samkvæmt sögulegum gögnum. Það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni tengist þeirri eldstöð. Ég veit ekki hvort að það mun breytast. Upplýsingar um eldstöðina er að finna hérna á vefsíðu Global Volcanism Program.