Jarðskjálftahrina á norðurhluta Tjörnesbrotabeltisins (norð-vestur af Grímsey)

Þann 24-Júlí-2019 urðu jarðskjálftar klukkan 23:40 og 23:42. Þeir jarðskjálftar voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,6 og urðu þessir jarðskjálftar rúmlega 39 km norð-vestur af Grímsey. Í kjölfarið á stærstu jarðskjálftunum kom hrina af minni jarðskjálftum og var stærsti jarðskjálftinn þar með stærðina Mw2,5. Þessir jarðskjálftar fundust ekki vegna fjarlægðar frá landi.


Jarðskjálftavirknin 39 km norð-vestur af Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist Mw4,3 jarðskjálftanum sem varð þann 24-Júlí-2019.