Jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu

Eftir langt tímabil án mikillar virkni þá varð í kvöld (18-Júní-2019) jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu og varð á hinum hefðbundna stað í miðju öskju Bárðarbungu. Rétt áður en þessi jarðskjálfti varð komu fram litlir jarðskjálftar nokkrum klukkutímum áður eins og gerist oftast.


Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Græna stjarnan sýnir virknina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að frekari jarðskjálftavirkni verður á þessu svæði. Venjan er að það komi fram jarðskjálfti sem er stærri en 3,0 og síðan verður allt rólegt næstu vikur til mánuði í Bárðarbungu. Mig grunar að svo verði raunin í þetta skiptið.