Í gær (22-Maí-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 klukkan 15:47 rúmlega 12 km norður af Kolbeinsey. Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Vegna fjarlægðar frá landi og næstu eyju sem er í byggð þá fannst þessi jarðskjálfti ekki.
Jarðskjálftahrinan norður af Kolbeinsey (græna stjarnan norður af Íslandi). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði og það er hugsanlegt að þarna muni verða frekari jarðskjálftavirkni á næstunni. Þetta svæði er ekki hluti af Tjörnesbrotabeltinu en tengist því sunnan við það svæði þar sem þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í gær.