Í dag (11-Apríl 2020) varð jarðskjálftahrina norðan við Grindavík og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,2. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.
Jarðskjálftahrinan norðan við Gridavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Veðurstofan hefur gefið út jarðskjálftaviðvörun fyrir Reykjanesið og Reykjavík þar sem það er hætta á jarðskjálfta sem getur náð allt að stærðinni Mw6,3. Það er hinsvegar ekki mögulegt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti yrði annað en hugsanlega á næstunni. Ástæða fyrir viðvörunni er að kvikuinnskotið er að breyta spennustigi í jarðskorpunni á svæðinu og er að þrýsta á misgengi sem þarna eru þangað til að þau brotna án nokkurar viðvörunnar.
Frétt Rúv
Fólk þarf að búa sig undir skjálfta nærri sex að stærð
Styrkir
Þeir sem vilja geta styrkt mig og mína vinnu með því að nota Amazon eða með því að nota PayPal. Styrkir hjálpa mér að halda úti þessar vefsíðu og lifa venjulegu lífi þess á milli. Takk fyrir stuðninginn. 🙂