Sterkur jarðskjálfti í Bárðarbungu nóttina 20 Apríl 2020

Nóttina 20-Apríl 2020 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og er þetta sterkasti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan í Janúar 2020 og hægt er að lesa um þann jarðskjálfta hérna.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona kom jarðskjálftinn fram á jarðskjálftamælunum mínum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á fyrsta jarðskjálftamælinum mínum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á seinni jarðskjálftamælinum mínum.

Þarna sést mjög mikil hreyfing í jarðskorpunni sem verður að teljast eðlilegt þar sem Bárðarbunga er að þenjast út eftir að eldstöðin hrundi í eldgosinu í Holuhrauni árin 2014 og 2015.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkana hérna á vefsíðunni eða með því að versla við Amazon. Takk fyrir stuðninginn. 🙂