Jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík

Í gær (30-Maí-2020) klukkan 01:07 hófst jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík í eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi hlutanum) austan við fjallið Þorbjörn. Jarðskjálftahrinan er mjög líklega ennþá í gangi og því verða upplýsingar hérna úreltar á mjög skömmum tíma. Upplýsingar núna benda ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta bendir sterklega til þess að þensla sé hafin á þessu svæði í eldstöðinni og mögulega á svipuðum hraða og áður en slíkt mun krefjast staðfestingar frá GPS og gervihnattagögnum og slíkar staðfestingar taka nokkra daga. Þetta eru gögn sem Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa eingöngu aðgang að þar sem þetta eru gögn sem eru fengin frá gervihnöttum NASA sem eru notaðir til að fylgjast með eldstöðvum.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu í nótt (30-Maí-2020)

Stakur jarðskjálfti varð í eldstöðinni Bárðarbungu klukkan 01:20 og var stærð þessa jarðskjálfta Mw3,5 og þetta var stakur jarðskjálfti. Síðast þegar svona gerðist kom fram sterkur jarðskjálfti nokkru síðar en það gerist ekki alltaf. Þessi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin er að þenjast út vegna innflæði kviku eftir eldgosið í Holuhrauni Ágúst árið 2014 til Febrúar 2015. Jarðskjálftinn sem varð í dag varð á hefðbundum stað í norð-austur hluta Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er venjulegt og þýðir ekki að eldgos sé væntanlegt vegna þess að eftir eldgosið 2014 til 2015 mun líða talsverður tími þangað til að eldgos verður næst í Bárðarbungu.

Þensla hefst á ný við Þorbjörn á Reykjanesskaga

Samkvæmt fréttum frá Veðurstofu Íslands og Rúv þá er þensla hafin aftur við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga eftir nokkrar vikur af lítilli virkni á þessu svæði og engri þenslu. Þenslan er lítil á þessari stundu en það gæti breyst án nokkurar viðvörunar. Það er ekki víst að þarna verði mikil jarðskjálftavirkni á þessu svæði þar sem svæðið er nú þegar mjög mikið þanið út en mesta hættan er á jarðskjálftum í jaðrinum á þessu svæði og þar er mesta hættan á jarðskjálfta sem gæti náð stærðinni Mw6,0 en það er ekki hægt að segja til um það hvernig staðan er á þessu svæði vegna þess hversu mörg misgengi eru á þessu svæði vegna eldstöðva og rekdalsins sem þarna er (dalurinn er fullur af hrauni).


Í gær var jarðskjálftahrina norðan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta mun þróast á næstu dögum og vikum með neinni vissu. Þar sem þarna hefur ekki orðið eldgos í hátt í 800 ár. Það er ekki vitað hvernig eldstöðin er þegar þarna verður eldgos og þensla á sér stað.

GPS gögn er að finna hérna.

Fréttir af þessu

Land virðist farið að rísa við Þorbjörn á ný (Rúv)
Vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn (Vísir.is)

Aukning í jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes

Síðan snemma í morgun (18-Maí-2020) hefur verið smá aukning í jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes. Síðustu vikur þá hefur verið sig á svæðinu og þensla hefur stöðvast á þessu svæði sem nær frá eldstöðinni Reykjanes og til Krýsuvíkur. Svona atburðir og hegðun í eldstöð er eitthvað sem má búast við (sjá Kröfluelda og eldstöðina Krafla árin 1980 til 1984).


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir utan þessa virkni þá hefur verið mjög rólegt á Íslandi síðusta mánuðinn og það er hugsanlegt að svo verði áfram. Þetta gerist reglulega á Íslandi.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Það tryggir að ég geti haldið þessari vefsíðu uppi og gangandi. Takk fyrir stuðninginn. 🙂