Stakur jarðskjálfti varð í eldstöðinni Bárðarbungu klukkan 01:20 og var stærð þessa jarðskjálfta Mw3,5 og þetta var stakur jarðskjálfti. Síðast þegar svona gerðist kom fram sterkur jarðskjálfti nokkru síðar en það gerist ekki alltaf. Þessi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin er að þenjast út vegna innflæði kviku eftir eldgosið í Holuhrauni Ágúst árið 2014 til Febrúar 2015. Jarðskjálftinn sem varð í dag varð á hefðbundum stað í norð-austur hluta Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni er venjulegt og þýðir ekki að eldgos sé væntanlegt vegna þess að eftir eldgosið 2014 til 2015 mun líða talsverður tími þangað til að eldgos verður næst í Bárðarbungu.