Uppfærsla fimm á jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu

Þetta hérna er síðasta uppfærslan um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu þangað til eitthvað meira fer að gerast.

Það hefur dregið úr þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna á Tjörnesbrotabeltinu og mjög fáir jarðskjálftar eru að ná stærðinni Mw3,0 eða stærri. Síðustu 48 klukkustundirnar hafa aðeins fimm jarðskjálftar komið fram með stærðina Mw3,0 eða stærri og aðeins hafa komið fram um 650 jarðskjálftar síðustu 48 klukkustundirnar. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,1 klukkan 04:52.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mikil hætta á jarðskjálftar með stærðina Mw7,0 til Mw7,4 á Tjörnesbrotabeltinu og það er ennþá viðvörun í gildi frá Veðurstofu Íslands vegna þessa. Misgengið sem kom jarðskjálftanum á Sunnudeginum 21 með jarðskjálftanum Mw6,0 (USGS/EMSC. Veðurstofan er með Mw5,8) var í kringum 20km til 30km langt misgengi í norður-suður átt í vest-suður-vestur af Grímsey. Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið meira en 7000 jarðskjálftar.

Uppfærsla fjögur um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu

Þessi grein er stutt uppfærsla á stöðunni á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan heldur áfram en lítið hefur verið um jarðskjálfta stærri en Mw3,0 síðustu daga. Þegar þessi grein er skrifuð hafa um 1000 jarðskjálftar komið fram síðustu 48 klukkustundirnar. Það er ennþá í gildi viðvörun vegna mögulegs jarðskjálfta sem gæti náð stærðinni Mw7,0.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin bendir til þess að vestasti hluti Flateyjar – Húsavíkur misgengsins sé orðin virkur (litlir jarðskjálftar í stefnu misgengisins). Árið 1755 varð þarna jarðskjálfti sem er talið að hafi verið með stærðina Mw7,0 eða stærri. Síðan varð mjög stór jarðskjálfti þarna árið 1260 en stærð þessa jarðskjálfta er ekki þekkt.

Að öðru leiti hefur ekki orðið mikil breyting á jarðskjálftavirkni síðustu daga á Tjörnesbrotabeltinu þar sem þessi jarðskjálftahrina á sér núna stað.

Vísindagreinar um Tjörnesbrotabeltið

Earthquakes in North Iceland (Enska, pdf)
Jarðskjálftavirkni á Norðurlandi (pdf)

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu við þessa vefsíðu með því að nota PayPal takkann hérna til hægri á síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Uppfærsla þrjú um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ)

Hérna er stutt uppfærsla um Mw5,8 jarðskjálftann á Tjörnesbrotabeltinu (USGS/EMSC eru með stærðina Mw6,0) sem varð í gær klukkan 19:07. Jarðskjálftinn sem varð í gær var lengra úti í sjó og því voru áhrif þessa jarðskjálfta minni en ef hann hefði verið nær landi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er mikil hætta á jarðskjálfta þarna með stærðina Mw7,0 verði á þessu svæði í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti yrði.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er mjög þétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ef að það verður stór jarðskjálfti þá mun ég reyna að setja inn upplýsingar eins fljótt og mögulegt er.

Frétt Veðurstofu Íslands

Jarðskjálftahrina 20 km norðaustur af Siglufirði

Myndir af Mw5,8 jarðskjálftanum sem varð á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 19:07 þann 21-Júní-2020

Á meðan ég er að bíða eftir tæknilegum upplýsingum um jarðskjálftann sem varð klukkan 19:07 þann 21-Júní-2020. Þau atriði verða í grein á morgun um jarðskjálftann. Þessi grein verður með myndir af jarðskjálftanum sem ég náði þegar hann átti sér stað. Það er greinilega eitthvað í gangi þar sem þessi jarðskjálfti kemur allt öðruvísi út heldur en fyrri jarðskjálftar með stærðina Mw5,2 og Mw5,6.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram hjá mér.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram hjá mér.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram hjá mér.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram hjá mér.


Há upplausn af jarðskjálftanum með stærðina Mw5,8. Þetta er Hvammstangi 1.


Há upplausn af jarðskjálftanum með stærðina Mw5,8. Þetta er Hvammstangi 2.


Jarðskjálftavirknin er komin yfir mjög stórt svæði. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Þetta er mjög mikil jarðskjálftavirkni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég verð í vinnu á morgun frá klukkan 08:00 til 16:00 og mun því ekki geta brugðist við ef eitthvað gerist á þeim tíma. Ég mun fyrst geta brugðist við eftir klukkan 16:00. Það er langt í að þessari jarðskjálftavirkni sé lokið.

Uppfærsla tvö um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (20-Júní-2020) klukkan 19:26 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,6 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti fannst yfir mjög stórt svæði og komu inn tilkynningar frá Kópavogi og síðan Ísafirði um að jarðskjálftinn hafi fundist þar. Jarðskjálftinn fannst mjög vel þar sem ég er staðsettur en ekkert tjón varð vegna fjarlægðar frá upptökum jarðskjálftans. Þessi jarðskjálfti olli því að mikið var um grjótskriður í kjölfarið á jarðskjálftanum. Því hefur verið gefin út viðvörun um hættu á grjóthruni í fjöllum ef að annar jarðskjálfti verður. Á Flateyjar misgeningu er núna hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw7,1. Þar hefur ekki orðið svo stór jarðskjálfti síðan árið 1755 og því er uppsöfnuð spenna þar mjög mikil. Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið 72 jarðskjálftar sem eru með stærðina Mw3,0 og stærri. Meira en 2000 jarðskjálftar hafa mælst síðan á Föstudaginn 19-Júní-2020. Jarðskjálftavirknin kemur í bylgjum og þegar þessi grein er skrifuð er minni jarðskjálftavirkni á svæðinu en hefur verið undanfarna klukkutíma. Síðasti stóri jarðskjálfti varð árið 1976 með stærðina Mw6,3 í austari hluta Tjörnesbrotabeltisins. Síðast var stór jarðskjálfti með stærðina Mw7,1 í vestari hluta Tjörnesbrotabeltisins árið 1963.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Það eru mjög margir jarðskjálftar að eiga sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw5,6 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum á Hvammstanga (mælir 1).


Jarðskjálftinn með stærðina Mw5,6 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum á Hvammstanga (mælir 2).


Jarðskjálftinn með stærðina Mw5,6 eins og hann kom fram á tölvunni sem ég nota til þess að fylgjast með jarðskjálftavirkni.

Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftavirkni mun þróast á næstunni en hættan á stórum jarðskjálfta er ennþá til staðar og er mjög há núna og það mun væntanlega ekki breytast fyrr en þessi jarðskjálftahrinu er lokið ef að stór jarðskjálfti verður ekki í þessari jarðskjálftahrinu.

Uppfærsla 1 á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (20-Júní-2020) klukkan 15:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 á Tjörnesbrotabeltinu. Upplýsingar hérna munu verða úreltar mjög fljótt.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög þétt. Höfundréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum hjá mér (Hvammstanga 2).


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum hjá mér (Hvammstangi 1).


Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram í forritinu sem ég nota til þess að fylgjast með jarðskjálftum.

Samkvæmt fréttum þá hefur orðið grjóthrun í fjöllum þegar stóri jarðskjálftinn gekk yfir. Þegar annar stór jarðskjálfti gengur yfir þá er ennþá hætta á slíku grjóthruni. Það er einnig hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði næstu klukkutíma og daga.

— Það varð annar jarðskjálfti sem var stærri þegar ég skrifaði þessa grein. Upplýsingar um þann jarðskjálfta koma síðar.

Kröftug jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (19-Júní-2020) hófst kröftug jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu norðan við Gjögurtá. Hérna er um að ræða flekajarðskjálfta sem tengjast ekki neinni þekktri eldstöð. Á því svæði þar sem jarðskjálftahrinan á sér stað er mjög líklega rekdalur (rift valley) sem virðist vera tengdur eldstöðinni Kolbeinsey til norðurs. Þessi rekdalur er einnig tengdur inná misgengi sem er þarna frá Flatey til austurs og kallast Flateyjar-misgengið. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er þetta misgengi samtengi misgengi (transform fault). Þó svo að það hafi dregið úr jarðskjálftavirkni síðustu klukkutíma þá er þessari jarðskjálftahrinu ekki lokið þó svo að jarðskjálftavirknin hafi aðeins dottið niður síðustu klukkutímana. Þegar þessi grein er skrifuð er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,8 klukkan 03:47. Það hafa mæst meira en 400 jarðskjálftar síðasta sólarhringinn á þessu svæði samkvæmt Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 13:00. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Yfirfarnir jarðskjálftar hjá Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er þekkt að jarðskjálftahrinur þarna geta varað allt að nokkrar vikur í lengstu jarðskjálftahrinunum. Það er því hætta því að þessi jarðskjálftahrina muni vara í nokkrar vikur þó svo að jarðskjálftavirknin detti niður á nokkura klukkutíma fresti.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mig með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Það hjálpar mér með vefsíðuna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Ég mun fljótlega færa PayPal takkana á styrkir síðuna í þeirri tilraun að einfalda allt í kringum styrkina fyrir fólk sem vill styrkja mig.

Jarðskjálfti á Nýja Sjálandi – Kermadec eyjum mældist á Íslandi

Í dag (18-Júní-2020) klukkan 12:49 varð jarðskjálfti með stærðina Mw7,4 á Nýja Sjálandi – Kermadec eyjum og er það hinum megin á plánetunni miðað við Ísland. Þessi jarðskjálfti mældist greinilega á Íslandi þar sem P-jarðskjálftabylgjan virðast hafa speglast af járn-nikkel kjarna jarðar og náðu þannig til Íslands þar sem þessi jarðskjálfti var skráður sem atburður með stærðina Mw4,1 á miklu dýpi. Þessi atburður var síðar færður niður í stærðina Mw1,5 en á mjög miklu dýpi (þetta er samt falskur staðbundinn jarðskjálfti þar sem SIL mælakerfið ræður ekki almennilega við svona jarðskjálfta).

Svona mældu mínir jarðskjálftamælar þennan jarðskjálfta.


Hérna sést hvernig P-bylgjan er öll skökk vegna kjarnar jarðar og ferðar p-bylgjunar í gegnum Jörðina.


Stutt skráning þar sem það var mikið um staðbundinn hávaða þegar þessi jarðskjálfti átti sér stað.

Ég venjulega mæli ekki þessa jarðskjálfta sem verða hinum megin á hnettinum þar sem ég er að nota jarðskjálftamæla sem eru með stutta mælitíðni og það leyfir þeim eingöngu að mæla jarðskjálfta sem eru í minna en 500 km fjarlægð. Ég get hinsvegar mælt jarðskjálfta almennilega upp í 6000 km fjarlægð ef viðkomandi jarðskjálfti er nógu stór (stærri en Mw6,0).

Vinna

Þar sem ég er farinn að vinna milli 08:00 til 16:00 virka daga þá get ég ekki brugðist við fyrr en eftir að ég kem heim úr vinnu klukkan 16:00 ef eitthvað gerist á Íslandi.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (14-Júní-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftavirkni er regluleg í Bárðarbungu eftir eldgosið í Holuhrauni árin 2014 til 2015.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er venjulega í norð-austur hluta öskjunnar eða í suður-austur hluta öskjunnar. Þessi jarðskjálfti varð í suður-austur hluta öskjunnar. Það verða frekari jarðskjálftar í Bárðarbungu á næstu dögum og vikum og ættu ekki að koma neinum á óvart í dag.

Snögg aukning í jarðskjálftum í Þorbirni (Reykjanes/Svartsengi eldstöðvum)

Í morgun (13-Júní-2020) um klukkan 06:00 jókst jarðskjálftavirkni í Þorbirni norðan við Gríndavík. Þéttasta hrina af jarðskjálftum var vestan við Bláa lónið og á öðrum nálægum svæðum. Þær eldstöðvar sem eru virkar hérna eru Reykjanes og Svartsengi (enginn síða á Global Volcanism Program). Kort er hægt að finna hérna og hérna (sjá höggunarkort).


Svæði þar sem jarðskjálftahrinur hafa orðið síðustu daga við Grindavík. Hægt er að skoða kortið hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan við Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw3,5 klukkan 20:27 en þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá gæti þessi tala breyst án nokkurar viðvörunar.

Það var einnig umtalsverður hávaði á óróaplottinu næst upptökum jarðskjálftahrinunnar. Það bendir til þess að eitthvað sé í gangi en ég veit ekki hvað það gæti verið eins og stendur. Bláa línan verður þykkari þegar jarðskjálftahrinan er í gangi.


Óróaplottið þegar jarðskjálftahrinan gekk yfir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið nein breyting á GPS (gögnin er hægt að skoða hérna) þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti hinsvegar breyst á næstu dögum.