Uppfærsla þrjú um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ)

Hérna er stutt uppfærsla um Mw5,8 jarðskjálftann á Tjörnesbrotabeltinu (USGS/EMSC eru með stærðina Mw6,0) sem varð í gær klukkan 19:07. Jarðskjálftinn sem varð í gær var lengra úti í sjó og því voru áhrif þessa jarðskjálfta minni en ef hann hefði verið nær landi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er mikil hætta á jarðskjálfta þarna með stærðina Mw7,0 verði á þessu svæði í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti yrði.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er mjög þétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ef að það verður stór jarðskjálfti þá mun ég reyna að setja inn upplýsingar eins fljótt og mögulegt er.

Frétt Veðurstofu Íslands

Jarðskjálftahrina 20 km norðaustur af Siglufirði