Þessi grein er stutt uppfærsla á stöðunni á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan heldur áfram en lítið hefur verið um jarðskjálfta stærri en Mw3,0 síðustu daga. Þegar þessi grein er skrifuð hafa um 1000 jarðskjálftar komið fram síðustu 48 klukkustundirnar. Það er ennþá í gildi viðvörun vegna mögulegs jarðskjálfta sem gæti náð stærðinni Mw7,0.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin bendir til þess að vestasti hluti Flateyjar – Húsavíkur misgengsins sé orðin virkur (litlir jarðskjálftar í stefnu misgengisins). Árið 1755 varð þarna jarðskjálfti sem er talið að hafi verið með stærðina Mw7,0 eða stærri. Síðan varð mjög stór jarðskjálfti þarna árið 1260 en stærð þessa jarðskjálfta er ekki þekkt.
Að öðru leiti hefur ekki orðið mikil breyting á jarðskjálftavirkni síðustu daga á Tjörnesbrotabeltinu þar sem þessi jarðskjálftahrina á sér núna stað.
Vísindagreinar um Tjörnesbrotabeltið
Earthquakes in North Iceland (Enska, pdf)
Jarðskjálftavirkni á Norðurlandi (pdf)
Styrkir
Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu við þessa vefsíðu með því að nota PayPal takkann hérna til hægri á síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂