Uppfærsla fimm á jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu

Þetta hérna er síðasta uppfærslan um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu þangað til eitthvað meira fer að gerast.

Það hefur dregið úr þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna á Tjörnesbrotabeltinu og mjög fáir jarðskjálftar eru að ná stærðinni Mw3,0 eða stærri. Síðustu 48 klukkustundirnar hafa aðeins fimm jarðskjálftar komið fram með stærðina Mw3,0 eða stærri og aðeins hafa komið fram um 650 jarðskjálftar síðustu 48 klukkustundirnar. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,1 klukkan 04:52.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mikil hætta á jarðskjálftar með stærðina Mw7,0 til Mw7,4 á Tjörnesbrotabeltinu og það er ennþá viðvörun í gildi frá Veðurstofu Íslands vegna þessa. Misgengið sem kom jarðskjálftanum á Sunnudeginum 21 með jarðskjálftanum Mw6,0 (USGS/EMSC. Veðurstofan er með Mw5,8) var í kringum 20km til 30km langt misgengi í norður-suður átt í vest-suður-vestur af Grímsey. Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið meira en 7000 jarðskjálftar.