Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu í nótt

Í nótt var lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,9 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Kötlu. Til þess er jarðskjálftavirknin of lítil þessa stundina til þess að eldgos sé á leiðinni. Það er spurning hvort að ketill sé að fara að tæma sig af vatni en slíkt getur valdið jarðskjálftum bæði fyrir og eftir slíkt jökulflóð.

Gögn frá árinu 2010 til 2017 benda til þess að áður en eitthvað fer að gerast í Kötlu þá er hægfara aukning í jarðskjálftum í Kötlu. Það var lítið eldgos í Kötlu í Júlí 2011 (miðað við óróaplott) og síðan gerðist eitthvað í Júlí 2017 (hægt er að lesa þá grein hérna). Í Júlí 2017 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,5 í Kötlu sem olli ekki eldgosi. Grein um þann jarðskjálfta er að finna hérna.

Það hefur mjög rólegt í Kötlu árið 2020 og þegar þessi grein er skrifuð eru engin merki um að breytingar í Kötlu. Það besta sem hægt er að gera núna er að halda áfram að fylgjast með virkninni í Kötlu.