Jarðskjálfti með stærðina 4,5 í Kötlu

Í dag (26-Júlí-2017) klukkan 22:18 varð jarðskjálfti með stærðina 4,5 í Kötlu. Klukkan 22:15 varð minni jarðskjálfti með stærðina 3,2 einnig í Kötlu. Stærri jarðskjálftinn fannst í Vík í Mýrdal og nágrenni.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Talsverður fjöldi af litlum jarðskjálftum hefur einnig komið fram í kvöld og stendur fjöldi þeirra þessa stundina í 55. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin af stað í Kötlu og eru óróamælar ennþá rólegir í kringum Kötlu þessa stundina.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum þörfum.