Kröftug jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga (nærri Fagradalsfjalli)

Í dag (26-Júlí-2017) hefur verið kröftug jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga nærri Fagradalsfjalli og hafa stærstu jarðskjálftarnir fundist mjög vel á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 4,0 og 3,8. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi. Yfir 150 jarðskjálftar hafa mælst þessa stundina (þessi tala verður ekki gild mjög lengi).


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga eins og hún er núna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin er mjög þétt eins og sést hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt Veðurstofunni í hádegisfréttum Rúv í dag þá er þetta blönduð virkni af jarðskorpuhreyfingum og kviku sem er að valda þessari jarðskjálftahrinu nærri Fagradalsfjalli. Það er ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hvort að þessi jarðskjálftavirkni muni leiða til eldgoss.

Uppfærsla klukkan 00:12 þann 27-Júlí-2017

Yfir 300 jarðskjálftar hafa átt sér stað á Reykjanesinu síðan jarðskjálftahrinan hófst þar í gærmorgun. Í kvöld var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 3,8 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Eins og sést hérna þá er ennþá mikil jarðskjálftavirkni í gangi á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þetta er skrifað er jarðskjálftavirkni ennþá í gangi og mjög mikil.

Þessi grein verður uppfærð eftir þörfum.

Grein uppfærð klukkan 00:12 þann 27-Júlí-2017.