Jarðskjálftavirknin í Kötlu

Föstudaginn 22-Júlí-2017 og laugardaginn 23-Júlí-2017 urðu jarðskjálftahrinur í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn Föstudaginn 22-Júlí var með stærðina 3,1 og á laugardaginn 23-Júlí var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 3,2. Á undan stærstu jarðskjálftunum komu fram litlir jarðskjálftar og eftir stærstu jarðskjálftana komu einnig fram litlir jarðskjálftar fram í Kötlu.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er áhugaverð jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í suð-vestur hluta Kötlu öskjurnar. Í þessum hluta Kötlu öskjurnar varð lítið eldgos árið 1999 sem varði í rúmlega 6 klukkutíma eða svo. Þessi virkni er núna að eiga sér stað fyrir ofan Sólheimajökul. Þessa stundina er rólegt í Kötlu en það getur breyst án mikils fyrirvara miðað við virknina í Kötlu undanfarnar vikur.